„Ógnar heilsu kvenna á Íslandi“

Krabbameinsfélagið | 19. júní 2021

„Ógnar heilsu kvenna á Íslandi“

„Við treystum öll á að njóta á hverjum tíma bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita hverju sinni.“

„Ógnar heilsu kvenna á Íslandi“

Krabbameinsfélagið | 19. júní 2021

Staðan er sögð óásættanleg. Auglýsinguna má sjá í heild sinni …
Staðan er sögð óásættanleg. Auglýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.

„Við treystum öll á að njóta á hverjum tíma bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita hverju sinni.“

„Við treystum öll á að njóta á hverjum tíma bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita hverju sinni.“

Á þessum orðum hefst auglýsing eða ákall sem birtist á síðum dagblaðanna í dag, þar á meðal á síðu 13 í Morgunblaðinu. Þar er vísað til þeirrar óreiðu sem skapast hefur í kringum skimanir fyrir leghálskrabbameini á Íslandi og sjá má að fjöldi kvenna leggur andlit sitt við ákallið.

Sýnin verði færð heim

„Í hálft ár hefur staðan í skimunum og rannsóknum fyrir leghálskrabbameini verið óásættanleg að mati sérfræðinga og notenda þjónustunnar. Á þetta hefur ítrekað verið bent, án þess að viðhlítandi svör berist.

Ljóst er að núverandi ófremdarástand ógnar heilsu kvenna á Íslandi. Við það verður ekki unað. Við krefjumst þess að sýnin verði færð heim til rannsókna og að komið verði fram með trausta áætlun um raunverulegar úrbætur. Það verði gert án tafar.“

Auglýsingin sem birtist í dag.
Auglýsingin sem birtist í dag.
mbl.is