Fjórir létust í átökum skæruliða og hersins

Valdarán í Mjanmar | 22. júní 2021

Fjórir létust í átökum skæruliða og hersins

Fjórir mótmælendur létust í átökum milli mjanmarska hersins og skæruliðasveita sem eru mótfallnar herforingjastjórninni sem tók völdin í febrúar. 

Fjórir létust í átökum skæruliða og hersins

Valdarán í Mjanmar | 22. júní 2021

Mótmæli hafa staðið yfir í Mjanmar frá því í febrúar.
Mótmæli hafa staðið yfir í Mjanmar frá því í febrúar. AFP

Fjórir mótmælendur létust í átökum milli mjanmarska hersins og skæruliðasveita sem eru mótfallnar herforingjastjórninni sem tók völdin í febrúar. 

Fjórir mótmælendur létust í átökum milli mjanmarska hersins og skæruliðasveita sem eru mótfallnar herforingjastjórninni sem tók völdin í febrúar. 

Átök og mótmæli hafa geisað í landinu frá valdaráninu í febrúar. Fjöldi fólks hefur myndað „varnarsveitir“ gegn herforningjastjórninni sem hefur beitt mótmælendur mikilli hörku. 

Sveitir hersins réðust inn á heimili í Chan Mya Tharsi á þriðjudagsmorgun eftir nafnlausa ábendingu. Skæruliðarnir mættu hernum með handsprengjum og minni skotvopnum. Einhverjir úr röðum hersins slösuðust samkvæmt tilkynningu frá hernum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að fjórir „hryðjuverkamenn“ hafi látist í átökunum. Átta voru handteknir. 

mbl.is