Um helgina var haldið opnunarteiti hjá fimm stjörnu hótelkeðjunni EDITION í Barcelona, en hótelið hafði verið lokað í 14 mánuði vegna heimsfaraldursins. Áhrifavöldum víðs vegar að var boðið fyrstu helgina á hótelið og var gaman að sjá Rúrik Gíslason á meðal þeirra. Þarna voru norska fyrirsætan og áhrifavaldurinn Eline Syrdalen, hollenski frumkvöðullinn og fyrirsætan Soleil H. og ofurfyrirsætan Ebony Anderberg. Rúrik er á síðustu myndinni í myndaseríunni sem EDITION Barcelona birtir á Instagram.
Um helgina var haldið opnunarteiti hjá fimm stjörnu hótelkeðjunni EDITION í Barcelona, en hótelið hafði verið lokað í 14 mánuði vegna heimsfaraldursins. Áhrifavöldum víðs vegar að var boðið fyrstu helgina á hótelið og var gaman að sjá Rúrik Gíslason á meðal þeirra. Þarna voru norska fyrirsætan og áhrifavaldurinn Eline Syrdalen, hollenski frumkvöðullinn og fyrirsætan Soleil H. og ofurfyrirsætan Ebony Anderberg. Rúrik er á síðustu myndinni í myndaseríunni sem EDITION Barcelona birtir á Instagram.
Um helgina var haldið opnunarteiti hjá fimm stjörnu hótelkeðjunni EDITION í Barcelona, en hótelið hafði verið lokað í 14 mánuði vegna heimsfaraldursins. Áhrifavöldum víðs vegar að var boðið fyrstu helgina á hótelið og var gaman að sjá Rúrik Gíslason á meðal þeirra. Þarna voru norska fyrirsætan og áhrifavaldurinn Eline Syrdalen, hollenski frumkvöðullinn og fyrirsætan Soleil H. og ofurfyrirsætan Ebony Anderberg. Rúrik er á síðustu myndinni í myndaseríunni sem EDITION Barcelona birtir á Instagram.
Á laugardaginn birtir Rúrik andlitsmynd af sér á Instagram þar sem hann er rúmliggjandi og skrifar við hana „Siesta“ og lætur fylgja með þreytt tjámerki. Viðbrögð við þessari mynd létu ekki á sér standa og þau viðbrögð sem fengu mesta athygli var kaldhæðin kveðja frá Auðuni Blöndal en hann tók undir með Rúrik og var sammála því að hann liti út fyrir að vera mjög þreyttur á myndinni. Dæmi hver fyrir sig.
Edition Reykjavík opnar í sumar og það verður forvitnilegt að sjá hvort Rúrik Gíslason láti sjá sig.