Ámælisverð framkoma lögregluþjóna

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 24. júní 2021

Ámælisverð framkoma lögregluþjóna í Ásmundarsal

Eftirlitsnefnd með starfsháttum lögreglu kemst að þeirri niðurstöðu að háttsemi tveggja lögregluþjóna, á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, geti talist ámælisverð og tilefni sé til að senda þann þátt málsins til meðferðar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Ámælisverð framkoma lögregluþjóna í Ásmundarsal

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 24. júní 2021

Treglega gekk fyrir nefndina að fá upptökur.
Treglega gekk fyrir nefndina að fá upptökur. mbl.is//Eggert Jóhannesson

Eftirlitsnefnd með starfsháttum lögreglu kemst að þeirri niðurstöðu að háttsemi tveggja lögregluþjóna, á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, geti talist ámælisverð og tilefni sé til að senda þann þátt málsins til meðferðar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Eftirlitsnefnd með starfsháttum lögreglu kemst að þeirri niðurstöðu að háttsemi tveggja lögregluþjóna, á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, geti talist ámælisverð og tilefni sé til að senda þann þátt málsins til meðferðar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Afar treglega gekk fyrir nefnd um eftirlit með lögreglu að fá afhentar upptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna til þess að glöggva sig á málsatvikum, en þegar þær loks bárust mörgum vikum eftir atburðinn hafði verið átt við þær, þannig að hljóðupptökur vantaði.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar um málið, sem mbl.is hefur undir höndum.

„Framapotarar eða þú veist“

Eftir frekari eftirgangsmuni komu þær svo til nefndarinnar 14. apríl. Þær voru þó engan veginn gallalausar og oft erfitt eða ómögulegt að greina orðaskil. Á upptökunum mátti heyra, illa þó, hluta samskiptanna milli tveggja lögregluþjóna, sem aðeins eru auðkenndir með lögreglunúmerum í ákvörðun nefndarinnar.

„Hvernig yrði fréttatilkynningin [...] 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar [...] er það of mikið eða?“

Þá svaraði hinn lögregluþjónninn: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það.“

Og einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis [...] svona [...] framapotarar eða þú veist.“

Fram kemur í skýrslunni að nefndinni var ekki unnt að ráða fram úr hvað þar fór frekar fram, sökum lítilla hljóðgæða á búnaði annars lögregluþjónanna, en nefndin gat þó heyrt framangreind samskipti þeirra á vettvangi úr búnaði annars þeirra.

Endurskoða þurfi verklagsreglur

Nefndin telur að endurskoða þurfi verklagsreglur er snúa að samskiptum lögreglu við fjölmiðla, en fram kemur í skýrslunni að „ekkert tilefni hafi verið til upplýsingagjafar af þessu tagi“.

Þar er vísað til þess að í dagbók lögreglu hafi komið fram að „háttvirtur ráðherra“ hafi verið meðal veislugesta.

Þessu samhliða varð niðurstaða ákærusviðs að þar hefði ekki verið um einkasamkvæmi að ræða eða óleyfilegan fjölda, eins og gefið var til kynna á sínum tíma. 

Aftur á móti var forráðamönnum Ásmundarsalar gert sektarboð, þar sem ekki hafði verið nægilega tryggt að allir gestir á listasýningunni bæru grímur öllum stundum, eins og þáverandi reglugerð sagði til um.

Þeir gengu að sektarboðinu, sem nam 200 þúsund krónum á hvorn þeirra, og er málinu þar með lokið.

mbl.is