Hefur aldrei stigið skrefið út úr skápnum

Hefur aldrei stigið skrefið út úr skápnum

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem var að byrja í nýrri vinnu og er að finna ástina í vinnunni. Hún hefur aldrei stigið skrefið út úr skápnum. 

Hefur aldrei stigið skrefið út úr skápnum

Elínrós Líndal einstaklings-og fjölskylduráðgjafi | 24. júní 2021

Það er oft auðveldara að elska annað fólk en sig …
Það er oft auðveldara að elska annað fólk en sig sjálfan. mbl.is/Colourbox

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem var að byrja í nýrri vinnu og er að finna ástina í vinnunni. Hún hefur aldrei stigið skrefið út úr skápnum. 

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem var að byrja í nýrri vinnu og er að finna ástina í vinnunni. Hún hefur aldrei stigið skrefið út úr skápnum. 

Ég er í smá krísu... strembinni krísu. Ég byrjaði að vinna á nýjum vinnustað í janúar en þar er kona sem ég á samskiptum við og frá fyrstu kinnum hafa þau verið einstök. Ég man að hún segir mér í fyrstu samræðum okkar að hún eigi konu. Samskipti okkar hafa orðið meiri og innilegri með tímanum og er tilfinningin mín að það liggur eh í loftinu. Ég hef aldrei stigið skrefið út úr skápnum, samstarfsfólk mitt veit að ég bjó með manni til margra ára og einhverjir vita að ég hafi deitað hitt kynið eftir að ég skildi fyrir mörgum árum. Mér finnst ég stödd í leikriti þar sem ég sé ekki sólina fyrir þessari konu og ég geti aldrei stigið út þar sem samskiptin okkar eru af öðrum toga en önnur. Mér finnst skárra að hún tali og flörti við mig því af eðlilegum getgátum sé ég „straight“ heldur en að ég dansi sama dans gagnvart henni því ég veit hvaða konu ég hef að bera og eins hún. Er ábyrgðin meiri hjá mér ?
Við höfum ekki rætt þetta en margt skynjar maður og held ég að innsæið skynji oft ýmislegt þó það sé ekki rætt.
Hvernig sný ég mér í slíkri flækju ?

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Tinna Magg

Sælar. 

Ef ég er að lesa rétt í gegnum bréfið þitt þá ertu að byrja á nýjum vinnustað og að velta fyrir þér hvort þú eigir að koma út úr skápnum og að spá í tilfinningar til konu á nýja vinnustaðnum. Þetta eru að mínu mati þrjú ólík mál sem ég myndi raða í rétta röð. 

Ef fjárhagslegt öryggi skiptir þig miklu máli og að ná að koma þér vel inn í nýja vinnu þá myndi ég setja það í forgang. Það að þú sért samkynhneigð er ekki að fara neitt frá þér og er alltaf þín ákvörðun hvernig og hvenær þú vilt tilkynna um það. 

Ég hef unnið með mörgum einstaklingum sem eru komnir á flakk með kynhneigð sína vegna ástar- og kynlífsfíknar og það er allt annað en að vera líffræðilega samkynhneigður. Þá upplifir fólk mikla skömm eftir kynlífið og seinna kemur í ljós að um áfall var að ræða í æsku sem kynlífið er að endurspila. 

Hvaða mörk setur þú þér í daglega lífinu? Hvernig starfsmaður ertu í vinnu? Hvort skiptir ástin þig meira máli eða atvinnuöryggi? Hvaða skoðun ertu með á sambandi við einstaklinga sem eru lofaðir?

Þetta eru allt spurningar sem ég myndi fara yfir með þér. 

Að mínu mati er ást góð viðbót við lífið en verður aldrei lífið sjálft. Enda ómögulegt fyrir konu að byggja hamingju sína á öðru fólki. Ég er ekki viss um að fólk sé nógu fullkomið til þess. Af því sögðu mæli ég með að þú gerir samning við sjálfa þig út frá lífinu sem þig langar að lifa og finni þér svo leið til að standa við þennan samning í vinnunni þinni og síðan eftir vinnuna. Ef þig langar í maka þá ekki hika við að fara af stað í þeirri vinnu. En ef þig langar í maka sem er á föstu með öðrum, þá gæti verið að þú viljir skoða það með sérfræðingi nánar. 

Þegar kemur að því að tilkynna um kynhneigð þína þá þarftu ekki að halda veislu eða vera með maka til þess. Ef þú ert samkynhneigð þá finnst mér verulega mikil virðing í því að þú leyfir þér að vera það. Sama hvað annað fólk segir eða gerir. Þú ert mjög dýrmæt eins og þú ert og þarft ekki samþykki annarra á því. 

Mér finnst Pia Mellody útskýra þetta virði einstaklega vel. Hún talar um leyfi okkar til að vera dýrmæt (e Permission To Be Precious ). Upphaflega var þetta kenningakerfi notað fyrir aðstandendur alkóhólista og ástar- og kynlífsfíkla. Síðar hafa þær verið notaðar inn í allskonar aðstæður þar sem persóna þarf að læra að standa með sér og því hvernig hún er í grunninn. 

Þetta meðfædda virði okkar útskýrir að við erum fullkomin rétt eins og við erum. Samfélagsleg viðmið eru stöðugt að breytast og getum við ekki fengið virði okkar frá öðru fólki. Virði okkar kemur frá því sem er okkur æðra. Þú getur talað um Guð eða náttúruna eða bara hvað sem þú trúir á. 

Varast ber að spegla virði frá öðru fólki því fólk er breiskt. 

Ein fallegasta jákvæða staðhæfing sem ég fer með á hverjum morgni er:

„Það er auðvelt fyrir mig að breytast“

Að þessu sögðu þá mæli ég með að þú finnir þér fyrirmyndir af konum sem kunna að standa með sér. Hvernig fóru þær að því? Hvað þurftu þær að takast á við?

Hamingjan býr innra með þér en ekki í öðru fólki. Vegna þess þá mæli ég með að fyrsta konan sem þú elskar þegar þú kemur út úr skápnum - verði þú sjálf!

Áfram veginn!

Kær kveðja, Elínrós Líndal. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR

mbl.is