Alvarlegt að eiga við gögn

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 25. júní 2021

Alvarlegt að eiga við gögn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að hafa eftirlit með lögreglu og að alvarlegt sé ef lögreglan treystir ekki eftirlitsnefnd með starfsháttum lögreglu fyrir viðkvæmum gögnum. Hún kveðst áður hafa gert athugasemdir við þetta verklag lögreglunnar.

Alvarlegt að eiga við gögn

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 25. júní 2021

Áslaug sagðist áður hafa gert athugasemdir við tregðu lögreglunnar til …
Áslaug sagðist áður hafa gert athugasemdir við tregðu lögreglunnar til að afhenda gögn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að hafa eftirlit með lögreglu og að alvarlegt sé ef lögreglan treystir ekki eftirlitsnefnd með starfsháttum lögreglu fyrir viðkvæmum gögnum. Hún kveðst áður hafa gert athugasemdir við þetta verklag lögreglunnar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að hafa eftirlit með lögreglu og að alvarlegt sé ef lögreglan treystir ekki eftirlitsnefnd með starfsháttum lögreglu fyrir viðkvæmum gögnum. Hún kveðst áður hafa gert athugasemdir við þetta verklag lögreglunnar.

Nefndin komst nýverið að þeirri niður­stöðu að hátt­semi tveggja lög­regluþjóna, á vett­vangi í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu­kvöld, geti tal­ist ámæl­is­verð og til­efni sé til að senda þann þátt máls­ins til meðferðar hjá lög­reglu­stjór­an­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Það þarf að tryggja sterkt eftirlit með lögreglu“

Áslaug segir nefndina hafa heimildir til þess að vísa málum sem þessum til lögreglu til skoðunar vegna þeirra athugasemda sem hún gerir. Nýbúið sé að samþykkja lög sem styrki enn frekar nefndina. Það sé gert með því að auka heimildir hennar og sjálfstæði.

Er málið því nú inn á borði lögreglustjóra en Áslaug vonar að næstu skref verði farsæl. „Það þarf auðvitað að tryggja mjög sterkt eftirlit með lögreglunni. Það er vilji allra að svo sé en það verður svo að koma í ljós hvaða beinu afleiðingar þetta hefur og verður lögreglan bara að svara fyrir það.“

Áður gert athugasemdir við tregðu lögreglunnar

Í skýrslu nefndarinnar um málið kemur meðal annars fram að treglega hafi gengið að fá afhentar upptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna til þess að glöggva sig á málsatvikum. Þegar þær loks bárust var búið að eiga við þær þannig að hljóðupptökur vantaði. Þurfti nefndin að óska sérstaklega eftir að fá gögn sem ekki væri búið að eiga við.

Áslaug segir það vera mjög alvarlegt að eiga við gögn líkt og gert var hér. Lögreglan verði að treysta eftirlitsnefndinni til að fara með viðkvæm gögn svo að hún geti sinnt sínu starfi. Áslaug segist áður hafa gert athugasemdir við lögregluna um tregðu þeirra við afhendingu gagna. 

Vonar að þetta sé ekki almennt viðhorf

Á hljóðupptökunum sem nefndin fékk í hendurnar að lokum mátti heyra ummæli lögreglumannanna um einstaka gesti og vangaveltur þeirra um hvort atburðurinn væri ekki ágætis fréttaefni. Ummælin gáfu sterklega í skyn að lögreglumennirnir hefðu ekki gætt hlutleysis í störfum sínum og gerði nefndin jafnframt athugasemd við það. 

Áslaug sagðist vona að þetta væri ekki almennt viðhorf lögreglumanna. Í störfum sínum verði þeir að gæta fulls jafnræðis og hlutleysis gagnvart því fólki sem þeir sinna.

Atriði sem verði að vera í lagi

Í niðurstöðu nefndarinnar er þeim tilmælum beint til lögreglu að endurskoða þurfi verklagsreglur hennar í tengslum við upplýsingagjöf til fjölmiðla. Í gildi eru reglur um að lögreglan megi ekki veita persónugreinanlegar upplýsingar en í dagbókarfærslu hennar eftir atburðinn á Þorláksmessu, var tekið sérstaklega fram að háttvirtur ráðherra hafi verið viðstaddur samkomuna í Ásmundarsal.

„Það komu athugasemdir frá nefndinni um að dagbókarfærslan hafi verið efnislega röng en þetta er auðvitað eitt af þeim atriðum sem lögreglan verður að hafa í lagi,“ sagði Áslaug.

mbl.is