„Hvítþvær ekki ráðherra af hans gjörðum“

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 25. júní 2021

„Hvítþvær ekki ráðherra af hans gjörðum“

„Þessir fáranlegu starfshættir lögreglu hvítþvo ekki ráðherra af hans gjörðum,“ segir Hall­dóra Mogensen, þing­flokks­for­maður Pírata. 

„Hvítþvær ekki ráðherra af hans gjörðum“

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 25. júní 2021

Halldóra Mogensen, þing­flokks­for­maður Pírata.
Halldóra Mogensen, þing­flokks­for­maður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessir fáranlegu starfshættir lögreglu hvítþvo ekki ráðherra af hans gjörðum,“ segir Hall­dóra Mogensen, þing­flokks­for­maður Pírata. 

„Þessir fáranlegu starfshættir lögreglu hvítþvo ekki ráðherra af hans gjörðum,“ segir Hall­dóra Mogensen, þing­flokks­for­maður Pírata. 

Eft­ir­lits­nefnd með starfs­hátt­um lög­reglu komst ný­verið að þeirri niður­stöðu að hátt­semi tveggja lög­regluþjóna, á vett­vangi í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu­kvöld, geti tal­ist ámæl­is­verð. Umrætt kvöld var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra á listasýningu í Ásmundarsal. Halldóra leggur áherslu á að þessi tvö atvik tengist ekki. 

Hún segir að ekki megi gleyma framgang Bjarna. „Ráðherra sýndi stórkostlegan dómgreindarbrest á tímum þegar þjóðinn var að færa gífurlegar fórnir sem hann gekkst svo við.“

Vilja sjá sjálfstætt eftirlit með lögreglu

Halldóra segir vert að minnast á að Píratar hafa verið helstu talsmenn sjálfstæðs eftirlits lögreglu. „Þetta er ljóslifandi dæmi um nauðsyn þess eftirlits.“ Hún segir að þingsályktunartillaga flokksins frá 2019 um að setja á fót sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglunnar var samþykkt á þingi en dómsmálaráðherra hafi ekki klárað það mál.

„Dómsmálaráðherra var gert að koma með frumvarp en það kom ekki,“ segir Halldóra og bætir við að Píratar muni halda áfram að berjast fyrir þessu eftirliti á komandi þingi. „Þetta er mjög mikilvægt. Þetta atvik sýnir það einstaklega vel. Þegar lögreglan er farin að starfa á þennan hátt að þá finnst mér það vera dæmi um skort á eftirliti.“

mbl.is