Dekkin héldu og Max vann

Formúla-1/mótsfréttir | 27. júní 2021

Dekkin héldu og Max vann

Max Verstappen ók til sigurs í Steyrufjallakappakstrinum í þessu en á leiðinni að sigrinum ók hann bíl sínum hraðast á öllum þremur æfingum keppnishelgarinnar svo og í tímatökunni.

Dekkin héldu og Max vann

Formúla-1/mótsfréttir | 27. júní 2021

Max Verstappen kátur í kappaksturslok í Spielberg í Austurríki.
Max Verstappen kátur í kappaksturslok í Spielberg í Austurríki. AFP

Max Verstappen ók til sigurs í Steyrufjallakappakstrinum í þessu en á leiðinni að sigrinum ók hann bíl sínum hraðast á öllum þremur æfingum keppnishelgarinnar svo og í tímatökunni.

Max Verstappen ók til sigurs í Steyrufjallakappakstrinum í þessu en á leiðinni að sigrinum ók hann bíl sínum hraðast á öllum þremur æfingum keppnishelgarinnar svo og í tímatökunni.

Meðferð ökumanna á dekkjum bílanna var rauði þráðurinn í herfræði liðanna og þótt yfirleitt væru þau illa héldu þau í nær öllum tilvikum alla leið í mark.

Um nær enga keppni var að ræða í kappakstrinum í hinu fagra fjallasvæði í Austurríki og komst til að mynda enginn í tæri við Verstappen, sem með sigrinum jók forystu sína á Hamilton í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna í 19 stig, 156:137. Þriðji að stigum er Perez með 96, Norris fjórði með 86, Bottas 74, Leclerc með 59 og Sainz 50.

Annar varð Lewis Hamilton á Mercedes og liðsfélagi hans Valtteri Bottas þriðji. Til að minnka yfirburði Versteppen í stigakeppninni skaust Hamilton inn að bílskúr og fékk nýja barða undir bílinn og vann aukastigið sem í boði var fyrir hraðasta hring kappakstursins.

Perez freistaði þess að komast fram úr Bottas með sama bragði og setti nýtt hraðamet en það dugði hvorki til að sigrast á Bottas eða ná hraðasta hring dagsins.

Í fimmta til tíunda sæti - í þessari röð - urðu sem hér segir: Lando Norris á McLaren, Carlos Sainz og Leclerc á Ferrari, Lance Stroll á Aston Martin, Fernando Alonso á Alpine og Yuki Tsunoda á AlphaTauri.

mbl.is