Hafa verklagsreglur til athugunar

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 27. júní 2021

Hafa verklagsreglur til athugunar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri vill ekki tjá sig um það hvort leit Lands­sam­bands lög­reglu­manna til Persónuverndar, vegna upp­taka úr búk­mynda­vél­um lög­regluþjón­anna tveggja sem voru kallaðir á vett­vang vegna sótt­varna­brots í Ásmund­ar­sal, hafi verið óeðlileg.

Hafa verklagsreglur til athugunar

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 27. júní 2021

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri vill ekki tjá sig um það hvort leit Lands­sam­bands lög­reglu­manna til Persónuverndar, vegna upp­taka úr búk­mynda­vél­um lög­regluþjón­anna tveggja sem voru kallaðir á vett­vang vegna sótt­varna­brots í Ásmund­ar­sal, hafi verið óeðlileg.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri vill ekki tjá sig um það hvort leit Lands­sam­bands lög­reglu­manna til Persónuverndar, vegna upp­taka úr búk­mynda­vél­um lög­regluþjón­anna tveggja sem voru kallaðir á vett­vang vegna sótt­varna­brots í Ásmund­ar­sal, hafi verið óeðlileg.

„Við fengum bréf frá dómsmálaráðuneyti þar sem við erum beðin um að búa til verkferla og setja reglur um það hvernig á að afhenda gögn til eftirlitsnefndarinnar,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is en hún segist ætla að skipa fjölbreyttan starfshóp til þess.

Vinna hefst á morgun

„Ég mun hafa samband við Landssamband lögreglumanna svo við náum að hafa sem breiðastan hóp í verkið með sem flestum sjónarmiðum.“

Hún segir að vinna við að skipa hópinn hefjist á morgun.

Verður til skoðunar að hætta notkun á búkmyndavélunum?

„Það finnst mér ósennilegt. Þetta er bæði vörn fyrir borgarana sem við erum að þjóna og lögreglumennina.“

mbl.is