„Mín viðbrögð við þessu máli sem fyrrverandi lögreglustjóri er að þetta sýnir hver erfitt lögreglustarfið er orðið,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri.
„Mín viðbrögð við þessu máli sem fyrrverandi lögreglustjóri er að þetta sýnir hver erfitt lögreglustarfið er orðið,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri.
„Mín viðbrögð við þessu máli sem fyrrverandi lögreglustjóri er að þetta sýnir hver erfitt lögreglustarfið er orðið,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri.
Eins og fram hefur komið í fréttum mbl.is hefur verið tekist á um hvernig farið hefur verið með upptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna tveggja sem voru kallaðir á vettvang vegna sóttvarnabrots í Ásmundarsal.
„Lögreglumenn eru að vinna á mjög lágum launum og það er fylgst með hverju einasta fótmáli þeirra í vinnunni. Þetta sýnir bara hvað lögreglustarfið er orðið erfitt sem miðast líka við hvað þetta eru lág laun og mikil ábyrgð sem fylgir þessu.“
Karl bendir á að lögregluþjónar séu láglaunafólk og fylgst sé með hverju einasta fótmáli þeirra, sem sé tekið upp og síðan hægt að rifja upp síðar.
„Hvar er lögreglan stödd, hvert er hún komin þegar þessir lögreglumenn eru á sínum lágu launum og það er hægt að taka hvert einasta orð sem þeir segja í starfi sínu, grípa það og velta því fyrir sér í rólegheitunum þegar þeir sjálfir eru staddir á vettvangi og þurfa að taka skjótar ákvarðanir?“ segir hann.
Karl segist sammála orðum Fjölnis Sæmundssonar, formanns Landssambands lögreglumanna, og segir að freklega sé gengið á persónufrelsi. Hann sé því sammála að að kvarta eigi til Persónuverndar og fá álit stofnunarinnar.
„Það er mjög þarft að fá þeirra álit á svona. Lögreglan segir eitthvað í sínu starfi og alla sína vakt eru þeir í upptöku,“ segir Karl. „Það sem flýtur af þeirra vörum er síðan hægt að grípa og er orðið fjölmiðlamál löngu seinna.“
Hann segist telja málið varhugavert gagnvart störfum lögreglunnar. „Þegar þau þurfa að taka ákvarðanir á nokkrum sekúndum og tala eitthvað sín á milli getur þetta allt verið rifjað upp síðar sem ég tel vera varhugavert.“