„Það verða send bréf, það er á hreinu“

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 28. júní 2021

„Það verða send bréf, það er á hreinu“

Landssamband lögreglumanna hefur farið yfir reglur Persónuverndar og telur að meðferð eftirlitsnefndar hafi verið á skjön við þær. Formaður sambandsins, Fjölnir Sæmundsson, segir lögreglumenn reiða og mótmælir því í krafti stöðu sinnar að lögreglumenn láti persónulegar skoðanir hafa áhrif á störf sín. Sambandið mun senda bréf á Persónuvernd og á eftirlitsnefndina sjálfa.

„Það verða send bréf, það er á hreinu“

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 28. júní 2021

Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna.
Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Landssamband lögreglumanna hefur farið yfir reglur Persónuverndar og telur að meðferð eftirlitsnefndar hafi verið á skjön við þær. Formaður sambandsins, Fjölnir Sæmundsson, segir lögreglumenn reiða og mótmælir því í krafti stöðu sinnar að lögreglumenn láti persónulegar skoðanir hafa áhrif á störf sín. Sambandið mun senda bréf á Persónuvernd og á eftirlitsnefndina sjálfa.

Landssamband lögreglumanna hefur farið yfir reglur Persónuverndar og telur að meðferð eftirlitsnefndar hafi verið á skjön við þær. Formaður sambandsins, Fjölnir Sæmundsson, segir lögreglumenn reiða og mótmælir því í krafti stöðu sinnar að lögreglumenn láti persónulegar skoðanir hafa áhrif á störf sín. Sambandið mun senda bréf á Persónuvernd og á eftirlitsnefndina sjálfa.

Fyrir helgi sagði Fjölnir, í samtali við mbl.is, að sambandið væri búið að ráða lögmann til að fara yfir möguleg úrræði og réttarstöðu þeirra í tengslum við meðferð upptaka úr búkmyndavélum.

Var þetta umræða sem fór af stað í kjölfar skýrslu eftirlitsefndar um starfshætti lögreglu við atburði þá sem áttu sér stað í tengslum við sóttvarnarbrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu.

Þar var verklag lögreglu við afhendingu gagna gagnrýnt og hefur dómsmálaráðherra einnig gert athugasemdir við tregðu lögreglu til að afhenda gögn. Gögnin sem um ræðir voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi.

Fjölnir segir að það sé í vinnslu að senda nefndinni bréf til að mótmæla hennar starfsháttum en honum þykir óeðlilegt að nefndin hafi skrifað orðrétt upp persónuleg samtöl lögreglumannanna í skýrsluna sem síðan komst í hendur fjölmiðla.

Á skjön við persónuverndarreglur

Varðandi Persónuvernd þá segir Fjölnir að verið sé að skoða hvort Landssamband lögreglumanna sendi frá sér formlega kvörtun eða hvort betra sé að Persónuvernd geri athugasemd sjálfstætt.

Eftir að hafa skoðað reglur Persónuverndar um búkmyndavélar sýnist Fjölni þessi meðferð upptaka vera á skjön við þær reglur. Einnig bendir umræðan erlendis, um búkmyndavélar, til þess að svona meðferð skerði persónufrelsi lögreglumanna og ekki síður almennings, að sögn Fjölnis.

Lögreglumenn reiðir

„Það verða send bréf, það er á hreinu, og við viljum bara fá úr því skorið hvernig nota megi þessar upptökur,“ segir Fjölnir. Hann vonast til þess að niðurstaðan verði á þá leið að staðið verði vörð um persónufrelsi lögreglumanna, rétt þeirra til að hugsa og rétt þeirra til að tjá sig.

Hann segir mikla reiði meðal lögreglumanna yfir því hvernig staðið var að þessu máli og þá umræðu sem hefur skapast í kjölfarið. „Við viljum forðast að þeir (lögregluþjónar) fari að slökkva á myndavélunum hreinlega.

Ég mótmæli því sem formaður Landssambands lögreglumanna að persónulegar skoðanir lögreglumanna hafi áhrif á störf þeirra,“ segir Fjölnir og bætir við að hann hafi sjálfur verið sakaður um slíkt. Auðvitað sé erfitt að fullyrða fullkomið hlutleysi en þrátt fyrir það trúir hann því að lögreglumenn láti ekki eigin skoðanir hafa áhrif.

mbl.is