Formaður NEL og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru ekki á sama máli um það hvort NEL sé á forræði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða ekki.
Formaður NEL og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru ekki á sama máli um það hvort NEL sé á forræði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða ekki.
Formaður NEL og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru ekki á sama máli um það hvort NEL sé á forræði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða ekki.
Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vill að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð NEL, nefndar um eftirlit með lögreglu, sem honum þykir lykta af pólitík. Það er þó ekki ljóst hvort nefndin geti gert það en hingað til hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd aðeins haft eftirlit með ráðherrum.
Jón Þór telur rétt að slíkur fundur yrði opinn fjölmiðlum svo hægt verði að vitna í orð gesta enda er það, að hans mati, forsenda þess að eftirlitshlutverk Alþingis virki.
Nefndin fundaði í dag og vildi ekki taka málið til efnislegrar meðferðar fyrr en það lægi fyrir að störf NEL væru á forræði nefndarinnar. Það kemur til greina að NEL heyri frekar undir allsherjarnefnd eins og önnur mál tengd lögreglu.
Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður NEL segir það í góðu lagi hans vegna að ræða við þingnefndir eins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, um verklag NEL. Hinsvegar verði einstök mál ekki rædd og þá sérstaklega ekki á opnum fundum, enda sé það einfaldlega óheimilt.
Lögfræðingar þingsins vinna nú að því að túlka lögin sem ekki hefur reynt á til þessa, um hvaða þingnefnd skuli hafa eftirlit með NEL. Jón Þór telur eðlilegt að forræði NEL liggi hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en Skúli Þór hallast frekar að því að NEL heyri undir allsherjarnefnd.