Hamilton framlengir

Formúla-1/Mercedes | 3. júlí 2021

Hamilton framlengir

Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í formúlu-1, hefur framlengt samning sinn við Mercedesliði út árið 2023, að því er liðið skýrði frá í  morgun.

Hamilton framlengir

Formúla-1/Mercedes | 3. júlí 2021

Lewis Hamilton mætir til leiks á æfingu í Spielberg í …
Lewis Hamilton mætir til leiks á æfingu í Spielberg í morgun. AFP

Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í formúlu-1, hefur framlengt samning sinn við Mercedesliði út árið 2023, að því er liðið skýrði frá í  morgun.

Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í formúlu-1, hefur framlengt samning sinn við Mercedesliði út árið 2023, að því er liðið skýrði frá í  morgun.

Hamilton er 36 ára að aldri og vann sex titla af sjö með Mercedes, sem hann hefur keppt fyrir frá 2013. Hann var hjá McLeren er hann vann fyrsta titilinn.

„Það er erfitt að trúa því ég kom til starfa hjá þessu frábæra liði og ég er spenntur fyrir að því samstarfi skuli haldið áfram,“ sagði Hamilton af þessu tilefni.

Hamilton hefur unnið þrjú mót í ár og er 18 stigum á eftir Max Verstappen hjá Red Bull í titilslagnum. Hann var fljótari í förum en Verstappen á æfingum austurríska kappakstursins í gær en keppt verður á morgun í brautinni í Spielberg í Steyrufjöllum í Austurríki.

mbl.is