Bað um uppáhaldslög allra sem hún hitti

Ljósi punkturinn | 6. júlí 2021

Bað um uppáhalds lög allra sem hún hitti

Tónlist er svo áhugavert fyrirbæri sem býr yfir ótrúlegri fjölbreytni og fólk hefur virkilega ólíkan tónlistarsmekk.

Bað um uppáhalds lög allra sem hún hitti

Ljósi punkturinn | 6. júlí 2021

Delilah Isabel fór í ferðalag um Bandaríkin og deildi ótrúlega …
Delilah Isabel fór í ferðalag um Bandaríkin og deildi ótrúlega skemmtilegu myndbandi á TikTok úr ferðinni. Skjáskot/TikTok

Tónlist er svo áhugavert fyrirbæri sem býr yfir ótrúlegri fjölbreytni og fólk hefur virkilega ólíkan tónlistarsmekk.

Tónlist er svo áhugavert fyrirbæri sem býr yfir ótrúlegri fjölbreytni og fólk hefur virkilega ólíkan tónlistarsmekk.

Ung kona að nafni Delilah Isabel fór í ferðalag um Bandaríkin og deildi ótrúlega skemmtilegu myndbandi á TikTok úr ferðinni. Delilah ákvað að spyrja alla sem á vegi hennar urðu hvert uppáhaldslag þeirra eða tónlistamaður væri og af hverju það væri í uppáhaldi. Hún segir stórkostlegt að hafa spjallað við svona margt fólki sem hún hefði kannski ekki annars átt samræður við.

Eftir tveggja vikna ferðalag, 11 fylki, rúmlega 6.300 kílómetra keyrslu og fjölmargar samræður tókst henni að útbúa 4,5 klukkustunda lagalista á Spotify með lögum sem einkenna hvern og einn sem hún hitti á leiðinni.

TikTok-myndbandið hefur algjörlega slegið í gegn þar sem yfir tvær milljónir hafa horft á það og rúmlega 500 þúsund einstaklingar hafa smellt á „like“.

Dásamleg hugmynd og ótrúlega skemmtilegt að sjá hvernig tónlist getur tengt okkur og búið til skemmtilegar samræður og jafnvel vináttu!

@delilah_isabel

Grocery store clerks, gas station attendants, restaurant servers & many more. A mosaic of all the beautiful people I met ❤️❤️ #foryou #roadtrip

♬ original sound - Sarah Kinsley
mbl.is