Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag yfirlýsingu um lagningu Sundabrautar.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag yfirlýsingu um lagningu Sundabrautar.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag yfirlýsingu um lagningu Sundabrautar.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Stefnt er að því framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026 og að brautin verði tekin í notkun árið 2031. Ríki og borg sammælast um það í yfirlýsingunni að Sundabraut verði lögð alla leið í Kjalarnes í einni samfelldri framkvæmd og að alþjóðleg hönnunarsamkeppni verði haldin um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu.
Í yfirlýsingunni segir að næsta skref sé að gera félagshagfræðilega greiningu á þverun Kleppsvíkur en að henni lokinni verði hafist handa við að undirbúa breytingar á aðalskipulagi borgarinnar, sem feli í sér endanlegt leiðarval Sundabrautar.
Í yfirlýsingunni er staðfest að Sundabraut verði fjármögnuð með veggjöldum og ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdarinnar úr ríkissjóði. Gjaldtaka skal þó ekki hefjast fyrr en framkvæmdum lýkur og stendur að hámarki í 30 ár.