Litskrúðugustu lambaspjótin í bænum

Uppskriftir | 8. júlí 2021

Litskrúðugustu lambaspjótin í bænum

Aðferð:

Litskrúðugustu lambaspjótin í bænum

Uppskriftir | 8. júlí 2021

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Aðferð:

    Lamba­spjót eru mögu­lega það ein­fald­asta sem hægt er að grilla - og það áreynslu­laus­asta. Kjötið og græn­metið pass­ar ein­stak­lega vel sam­an og úr verður ein­föld en al­veg ein­stak­lega góð máltíð.
    Lit­skrúðug­ustu lamba­spjót­in í bæn­um
    • Lambaprime frá SS
    • App­el­sínu­gul paprika
    • Græn paprika
    • Rauðlauk­ur
    • Svepp­ir
    • Piccolo-tóm­at­ar
    • Gul­ur kúr­bít­ur
    • Sér­valið brokkólísal­at
    • Sér­valið AMB-krydd
    • Sér­val­in pip­arsósa
    • Olio Nitti
    • Lillie´s Gold Barbeque Sauce #27

    Aðferð:

    1. Skerið lambaprime fyrst til helm­inga langs­um og síðan í fimm bita þvers­um eða þar um bil. Það velt­ur auðvitað á stærð kjöt­bitans, en við vilj­um ekki hafa bit­ana of stóra. Kryddið þá vel og vand­lega með AMB-krydd­inu sem er sér­valið fyr­ir lamba­kjöt og pass­ar ein­stak­lega vel.
    2. Skerðu græn­metið niður í heppi­lega bita til að þræða upp á spjót­in.
    3. Þegar þrætt er upp á spjót­in skal raða frem­ur þétt á þau. Gætið þess einnig þegar þið eruð að þræða svepp­ina að stinga ein­ung­is í gegn­um haus­inn og snúa pinn­an­um um leið og þið þrýstið, nán­ast eins og þið séuð að bora inn í svepp­inn. Hætt­an er sú að svepp­ur­inn klofni og þetta dreg­ur úr lík­um þess.
    4. Þegar búið er að þræða hrá­efnið upp á alla pinn­ana skal hella olíu yfir þá áður en þeir fara á grillið.
    5. Grillið á meðal­há­um hita í nokkr­ar mín­út­ur á hvorri hlið eða þar til til­búið.
    6. Berið fram með pip­arsósu og brokkólísal­ati.
    mbl.is