Nú meira en hálfu ári eftir árásina á bandaríska þinghúsið í Washington hófu yfirvöld í dag að taka niður girðingar og hindranir í kringum bygginguna. Einhverjar takmarkanir á aðgangi inn í húsið verða þó áfram í gildi.
Nú meira en hálfu ári eftir árásina á bandaríska þinghúsið í Washington hófu yfirvöld í dag að taka niður girðingar og hindranir í kringum bygginguna. Einhverjar takmarkanir á aðgangi inn í húsið verða þó áfram í gildi.
Nú meira en hálfu ári eftir árásina á bandaríska þinghúsið í Washington hófu yfirvöld í dag að taka niður girðingar og hindranir í kringum bygginguna. Einhverjar takmarkanir á aðgangi inn í húsið verða þó áfram í gildi.
Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í þinghúsið í janúar sl. með þeim afleiðingum að fimm manns létust. Fjölmargir til viðbótar slösuðust í átökum.
Starfsfólk sást fjarlægja hluta úr tæplega tveggja og hálfs metra svartmálaðri girðingu sem reist var í kjölfar innrásarinnar. Vinna við að fjarlægja girðinguna á að klárast eftir helgi.
Þúsundir þjóðvarðliða voru staðsettir í og við þinghúsið í kjölfar árásarinnar og gaddavírsgirðingar víggirtu svæðið mánuðum saman.