Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur stjórnvöld á Kúbu til þess að hlusta á mótmælendur þar í landi, sem mótmæla nú á götum úti bágu efnahagsástandi og kúgun stjórnvalda.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur stjórnvöld á Kúbu til þess að hlusta á mótmælendur þar í landi, sem mótmæla nú á götum úti bágu efnahagsástandi og kúgun stjórnvalda.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur stjórnvöld á Kúbu til þess að hlusta á mótmælendur þar í landi, sem mótmæla nú á götum úti bágu efnahagsástandi og kúgun stjórnvalda.
„Við stöndum með Kúbverjum og ákalli þeirra eftir frelsi og bjargráðum undan klóm faraldursins og undan áratugalangri kúgun yfirvalda og undan efnahagslegum þjáningum sem einræðisherrar í Kúbu hafa kallað yfir þjóð sína,“ sagði Biden í yfirlýsingu í dag.
„Bandaríkin kalla eftir því að stjórnvöld á Kúbu hlusti á kröfur mótmælenda og þjóni þörfum þeirra á stundu sem þessari, í stað þess að gæta að eigin hag.“
Þessi harðroða yfirlýsing vakti reiði stjórnvalda á Kúbu sem brugðust við með því að kenna Biden um að kynda undir mótmælunum. Frá mótmælunum var greint á mbl.is fyrr í dag, en þau eru þau stærstu sem sést hafa í landinu í áratugi.
Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í dag að viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna væru orsök þess ófremdarástands sem nú ríkti á eyjunni. Segir hann Bandaríkjamenn hafa þá „stefnu að kæfa efnahag Kúbu til þess að kynda undir ólgu í þjóðfélaginu“.