Kúbverjar á Íslandi stefna að því að koma saman í næstu viku á Austurvelli og mótmæla ástandinu í Kúbu til að sýna samstöðu með þeim sem hafa mótmælt því þar í landi.
Kúbverjar á Íslandi stefna að því að koma saman í næstu viku á Austurvelli og mótmæla ástandinu í Kúbu til að sýna samstöðu með þeim sem hafa mótmælt því þar í landi.
Kúbverjar á Íslandi stefna að því að koma saman í næstu viku á Austurvelli og mótmæla ástandinu í Kúbu til að sýna samstöðu með þeim sem hafa mótmælt því þar í landi.
Yandy Nunez Martinez er af kúbverskum uppruna og hefur tögl og hagldir á skipulaginu að sögn Tamilu Gámez Garcel. Hún er fædd og uppalin á Kúbu en býr hér á Íslandi.
Á Íslandi búa um 100 manns frá Kúbu sem eiga þar vini og ættingja. Netsambandið hefur verið rofið vegna mótmælanna og slökkt á rafmagni nema aðeins hluta úr degi. Tamila segist þó hafa verið í sambandi við fjölskyldumeðlimi þar í landi í gegnum síma.
Ekki náðist í Yandy en hann flýgur heim frá Nepal á laugardaginn þar sem hann hefur verið á spítala frá því að hann veiktist af kórónuveirunni á leið sinni upp á Everest-fjall.
Að sögn Tamilu er verið að vinna að því núna að fá leyfi fyrir samkomunni sem verður líklega á miðvikudaginn í næstu viku. Hún hvetur bæði fólk frá Kúbu og aðra Íslendinga til að mæta á staðinn og sýna stuðning.
Hún segist vonast til að svona mótmælafundur verði til þess fallinn að kalla á stuðning frá alþjóðastofnunum til handa Kúbverjum. Hún segist þó ekki mjög vongóð um að íslensk stjórnvöld bregðist sérstaklega við.
„Mér hefur alltaf þótt íslensk stjórnvöld vera strengjabrúða Bandaríkjanna. Bandaríkin munu ekki gera neitt eftir að Rússar vöruðu við alþjóðlegum afskiptum af ástandinu á Kúbu,“ segir hún.