Fyrirspurnum um vöggustofur rignir inn

Vöggustofur í Reykjavík | 14. júlí 2021

Fyrirspurnum um vöggustofur rignir inn

„Það rignir alveg yfir mig fyrirspurnum þar sem fólk er að óska eftir eigin trúnaðargögnum,“ segir Kristín Fjóla Fannberg, lögfræðingur á Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Þeir einstaklingar sem voru vistaðir á vöggustofum sem börn leita nú margir hverjir upplýsinga um veru sína á stofnununum.

Fyrirspurnum um vöggustofur rignir inn

Vöggustofur í Reykjavík | 14. júlí 2021

Starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins verða rannsökuð. Fólk …
Starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins verða rannsökuð. Fólk leitar nú gagna um dvöl sína á vöggustofunum á Borgarskjalasafninu. Ljósmynd/Aðsend

„Það rignir alveg yfir mig fyrirspurnum þar sem fólk er að óska eftir eigin trúnaðargögnum,“ segir Kristín Fjóla Fannberg, lögfræðingur á Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Þeir einstaklingar sem voru vistaðir á vöggustofum sem börn leita nú margir hverjir upplýsinga um veru sína á stofnununum.

„Það rignir alveg yfir mig fyrirspurnum þar sem fólk er að óska eftir eigin trúnaðargögnum,“ segir Kristín Fjóla Fannberg, lögfræðingur á Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Þeir einstaklingar sem voru vistaðir á vöggustofum sem börn leita nú margir hverjir upplýsinga um veru sína á stofnununum.

Börnin voru flest á aldrinum 0-2 ára á vöggustofunum og því ekki algengt að fólk muni eftir tíma sínum þar. Hafði mikil þögn ríkt í kringum málið þar til hópur fimm manna fóru á fund borgarstjóra í síðustu viku með þá kröfu að gerð yrði úttekt á málinu. Síðan þá hefur skapast meiri umræða um vöggustofurnar.

Fyrsta fyrirspurnin kom sama dag og umfjallanir fjölmiðla um Vöggustofumálið hófust. Síðan þá hefur ekki liðið dagur sem Borgarskjalasafnið fær ekki fyrirspurn en alls hafa átta borist í dag að sögn Kristínar. Flestir eru að leita að upplýsingum sem varða þau sjálf. 

„Fólk vill aðallega fá staðfestingu á veru sinni þarna og fá í hendur gögn sem varpa ljósi á þann tíma.“

Handavinna að finna til gögnin

Kristín segist ekki gera sér grein fyrir fjölda þeirra barna sem voru vistuð á vöggustofunum en engin auðveld leið er að komast að því enda eru gögnin geymd á víð og dreif.

„Það þarf alltaf að finna þetta til. Ég get því miður ekki leitað eftir kennitölu þeirra heldur þarf ég að fara handvirkt í gegnum skjölin, þau eru svo gömul. Það eru engir listar sem maður getur flett upp í, maður verður bara að fara stafrófsröðina. Þetta er vöggustofa þannig þetta byrjar bara frá fæðingardegi,“ segir Kristín.

Til að nálgast upplýsingar um vöggustofudvölina geta einstaklingar óskað eftir gögnum um sjálfan sig en í þeim tilvikum þar sem viðkomandi er látinn geta nánustu aðstandendur fengið gögn í hendurnar. Þarf þá að framvísa viðeigandi staðfestingu um að aðstandendur hafi heimild til að afla þeirra. Hægt er að nálgast slíka staðfestingu hjá sýslumanni segir Kristín.

mbl.is