Yfirvöld á Kúbu hafa tímabundið aflétt tollum af mat, lyfjum og öðrum nauðsynjarvörum. Stærstu mótmæli frá stjórnarbyltingunni á sjötta áratugnum standa nú yfir í landinu, en mikil óánægja ríkir gagnvart stjórnvöldum í landinu.
Yfirvöld á Kúbu hafa tímabundið aflétt tollum af mat, lyfjum og öðrum nauðsynjarvörum. Stærstu mótmæli frá stjórnarbyltingunni á sjötta áratugnum standa nú yfir í landinu, en mikil óánægja ríkir gagnvart stjórnvöldum í landinu.
Yfirvöld á Kúbu hafa tímabundið aflétt tollum af mat, lyfjum og öðrum nauðsynjarvörum. Stærstu mótmæli frá stjórnarbyltingunni á sjötta áratugnum standa nú yfir í landinu, en mikil óánægja ríkir gagnvart stjórnvöldum í landinu.
Skortir landsmenn rafmagn, vatn og mat, svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma hefur fjöldi Covid-19-smita aukist og ástandið í heilbrigðiskerfinu versnað.
Frá og með næsta mánudegi verða engar takmarkanir á innflutningi ferðamanna á nauðsynjarvörum, en það hefur verið á meðal krafna mótmælenda að þeir sem ferðist til Kúbu geti komið með birgðir af nauðsynjavörum án þess að þurfa greiða af þeim toll.
Nýjar reglur á innflutningi ferðamanna á nauðsynjarvörum verða endurskoðaðar eftir 31. desember.
Fram kemur í frétt BBC að óljóst sé hverju nýju reglurnar eigi eftir að breyta, þar sem fáir ferðamenn hafa komið til landsins að undanförnu sökum kórónuveirunnar. „Nei, við viljum ekki mylsnur, við viljum frelsi. Blóði var ekki úthellt á götur Kúbu til þess að fá nokkrar auka ferðatöskur til landsins,“ sagði kúbverski blaðamaðurinn Yoani Sanchez skömmu eftir að reglurnar voru kynntar af Manuel Marrero Cruz, forsætisráðherra landsins.