„Herinn er að drepa þjóðina mína“

Mótmælt á Kúbu | 19. júlí 2021

„Herinn er að drepa þjóðina mína“

Íslensk-kúbverski Everest-farinn Yandy Nuñez Martines segir kúbverska herinn drepa þjóð hans. Á Kúbu mótmæli Kúbverjar ástandinu þar í landi og séu skotnir af hernum fyrir það. Yandy mun ásamt öðrum mótmæla ástandinu á Kúbu á Austurvelli klukkan sex næstkomandi miðvikudagskvöld. Hann vonast til þess að íslensk stjórnvöld sýni þeim stuðning.

„Herinn er að drepa þjóðina mína“

Mótmælt á Kúbu | 19. júlí 2021

Yandy ásamt konu sinni Halldóru Bjarkadóttur.
Yandy ásamt konu sinni Halldóru Bjarkadóttur. Ljósmynd/Aðsend

Íslensk-kúbverski Everest-farinn Yandy Nuñez Martines segir kúbverska herinn drepa þjóð hans. Á Kúbu mótmæli Kúbverjar ástandinu þar í landi og séu skotnir af hernum fyrir það. Yandy mun ásamt öðrum mótmæla ástandinu á Kúbu á Austurvelli klukkan sex næstkomandi miðvikudagskvöld. Hann vonast til þess að íslensk stjórnvöld sýni þeim stuðning.

Íslensk-kúbverski Everest-farinn Yandy Nuñez Martines segir kúbverska herinn drepa þjóð hans. Á Kúbu mótmæli Kúbverjar ástandinu þar í landi og séu skotnir af hernum fyrir það. Yandy mun ásamt öðrum mótmæla ástandinu á Kúbu á Austurvelli klukkan sex næstkomandi miðvikudagskvöld. Hann vonast til þess að íslensk stjórnvöld sýni þeim stuðning.

„Með mótmælunum erum við ekki bara að krefjast þess að fá mat, lyf, rafmagn eða hjálp í baráttunni gegn Covid-19. Þetta snýst ekki bara um það. Við erum að biðja um meira. Við viljum auk þess fá frelsi. Við viljum ekki að okkur sé lengur sagt hvernig við eigum að hugsa.

Maður hugsar eins og maður vill og enginn getur sagt manni að það sé rangt. Maður má kjósa Vinstri græn eða Bjarna Ben. Í mínu landi er kommúnistaflokkurinn alltaf við stjórn í landinu. Enginn getur hugsað öðruvísi eða tjáð sig öðruvísi,“ segir Yandy.

Yandy, sem stendur fyrir mótmælunum, telur að margir muni mæta á þau en um 100 Kúbverjar búa á Íslandi. Yandy segist vita til þess að margir þeirra hyggist taka íslenska vini sína og fjölskyldumeðlimi með sér á mótmælin.

Mótmælt fyrir utan Hvíta húsið í Washington, Bandaríkjunum.
Mótmælt fyrir utan Hvíta húsið í Washington, Bandaríkjunum. AFP

„Eina sem við höfum er röddin okkar“

Að sögn Yandy mótmæla Kúbverjar á götum Kúbu og herinn þar skýtur mótmælendurna. „Herinn er að drepa mína eigin þjóð. Við erum ekki með byssur eða vopn, eina sem við höfum er röddin okkar og við erum að segja að kúbverska ríkisstjórnin er að drepa fólk. Þau ganga á milli húsa og brjóta niður hurðir hjá fólki og handtaka þá sem hafa mótmælt á götum Kúbu. Þetta er hrikalegt,“ segir Yandy.

Yandy segist vona að íslensk stjórnvöld sýni þeim stuðning. „Ég vona að íslensk stjórnvöld tjái sig um það sem er að gerast í mótmælunum á Kúbu og að herinn skjóti fólk og að stjórnvöld segist styðja við mótmæli gegn kúbverskum stjórnvöldum,“ segir Yandy og bætir við að hann vonist til að stjórnvöld allra landa viti hvað sé að gerast og tjái sig um að stjórnarfyrirkomulagið í Kúbu sé einræði.

Mótmæli til stuðnings Kúberjum í Miami, Bandaríkjunum.
Mótmæli til stuðnings Kúberjum í Miami, Bandaríkjunum. AFP

Yandy bendir á að Íslendingar þekki bara frelsi og að þeir sem þekki bara frelsi viti ekki hvað það sé að búa við einræði. „Fólkið sem hefur þjáðst og hefur aldrei þekkt frelsi, það skilur hvað það er,“ segir Yandy.

Yandy segir að margir útlendingar þekki ekki raunveruleikann á Kúbu því þeim sé aðeins sýnd sósíalísk paradís sem hann segir ekki sanna og allt það fallega sem túristum sé sýnt fái Kúbverjar ekki að njóta. Kúbverjar fái ekki að gera sömu hluti og túristar.

Hafa búið við einræði í fimmtíu ár

„Landið mitt hefur búið við einræði í yfir fimmtíu ár með einungis einn stjórnmálaflokk, kommúnistaflokkinn,“ segir Yandy og bendir á að flokkurinn stjórni allri þjóðinni. „Frá því að maður er lítið barn er manni sagt hvernig maður eigi að haga sér og hvernig maður eigi að hugsa og hvað maður eigi að segja,“ segir Yandy og bætir við:

„Ef þú ert á móti kerfinu segja þau að þú sért á móti kúbversku byltingunni og þér er hent í fangelsi. Þetta hefur alltaf verið svona. Við höfum lifað við einræði í meira en 50 ár. Við viljum breytingu.“

mbl.is