Þyngri og vöðvastæltari

Líkamsrækt stjarnanna | 25. júlí 2021

Þyngri og vöðvastæltari

Leikarinn Dax Shepard er mjög vöðvastæltur. Hann bætti á sig rúmlega tíu kílóum af vöðvum meðan á útgöngubanni stóð. Hann hætti að bíða eftir ofurhetjuhlutverkinu og tók málin í eigin hendur.

Þyngri og vöðvastæltari

Líkamsrækt stjarnanna | 25. júlí 2021

Leikarahjónin Dax Shepard og Kristen Bell. Shepard bætti á sig …
Leikarahjónin Dax Shepard og Kristen Bell. Shepard bætti á sig vöðvum í kórónuveirufaraldrinum. AFP

Leikarinn Dax Shepard er mjög vöðvastæltur. Hann bætti á sig rúmlega tíu kílóum af vöðvum meðan á útgöngubanni stóð. Hann hætti að bíða eftir ofurhetjuhlutverkinu og tók málin í eigin hendur.

Leikarinn Dax Shepard er mjög vöðvastæltur. Hann bætti á sig rúmlega tíu kílóum af vöðvum meðan á útgöngubanni stóð. Hann hætti að bíða eftir ofurhetjuhlutverkinu og tók málin í eigin hendur.

„Ég hef beðið eftir að Marvel hringdi í tíu ár til þess að verða risastór,“ sagði Shepard við eiginkonu sína í útgöngubanninu. Hann greindi frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum Armchair Expert. „Og þeir eru ekki að fara hringja. Skipið er farið úr höfn. Ég er 46 ára, þeir eru ekki að fara að hringja. Ég verð bara að gera þetta fyrir mína eigin ánægju.“

Hann greindi síðan frá því að hann hefði bætt rúmlega tíu kílóum af vöðvum á sig. Hann er nú orðinn 95 kíló. Hann æfði sex sinnum í viku, lyfti þungum lóðum og drakk prótíndrykki. „Ég var allt mitt líf bara venjulegur strákur,“ sagði Shepard. „En nú er ég stór strákur og ég kann vel við það.“

Shepard, sem glímir við fíknivanda, missteig sig í fyrra. Hann segir æfingarnar ekki bara hjálpa sér líkamlega heldur líka andlega í glímunni við fallið í fyrra.

Dax Shepard og Kristen Bell.
Dax Shepard og Kristen Bell. AFP
mbl.is