Tong Ying-kit varð í dag fyrstur manna sakfelldur fyrir dómstól í Hong Kong á grundvelli nýrra öryggislaga. Tong var sakfelldur fyrir að hvetja til sundrungar og hryðjuverka með því að hafa ekið á mótorhjóli inn í hóp lögregluþjóna og að flagga fána með skilaboðum um „frelsun“ Hong Kong. Dómurinn þykir marka ákveðin tímamót.
Tong Ying-kit varð í dag fyrstur manna sakfelldur fyrir dómstól í Hong Kong á grundvelli nýrra öryggislaga. Tong var sakfelldur fyrir að hvetja til sundrungar og hryðjuverka með því að hafa ekið á mótorhjóli inn í hóp lögregluþjóna og að flagga fána með skilaboðum um „frelsun“ Hong Kong. Dómurinn þykir marka ákveðin tímamót.
Tong Ying-kit varð í dag fyrstur manna sakfelldur fyrir dómstól í Hong Kong á grundvelli nýrra öryggislaga. Tong var sakfelldur fyrir að hvetja til sundrungar og hryðjuverka með því að hafa ekið á mótorhjóli inn í hóp lögregluþjóna og að flagga fána með skilaboðum um „frelsun“ Hong Kong. Dómurinn þykir marka ákveðin tímamót.
Yfir 100 manns hafa verið handteknir á grundvelli laganna síðan þau tóku gildi árið 2019. Lögin þykja draga úr sjálfræði Hong Kong og á grundvelli þeirra er auðveldara að sækja til saka baráttufólk og blaðamenn.
Yfirvöld í Peking fullyrða að lögin, sem hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim og leiddu til umfangsmikilla mótmæla sumarið 2019, séu nauðsynleg til að auka stöðugleika á sjálfstjórnarsvæðinu.
Tong var sakfelldur í dag í kjölfar 15 daga langrar málsmeðferðar fyrir dómstólnum. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Tong, sem er 24 ára, var handtekinn í júlí á síðasta ári. Við dómsuppkvaðningu í dag sagði dómarinn, Toh, að skilaboðin sem Tong flaggaði – „frelsum Hong Kong, bylting okkar tíma“ – hafi verið til þess fallin að hvetja til mótmæla. Toh sagði að Tong ætti að hafa verið meðvitaður um að í skilaboðunum fælist stuðningur við aðskilnað Hong Kong frá Kína.