Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, segir að líta þurfi til margra þátta við mat á því hvenær heimsfaraldur kórónuveiru verði kominn á þann stað að hægt sé að umgangast hann eins og hverja aðra inflúensu. Hún vonast til að það gerist á næstu árum.
Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, segir að líta þurfi til margra þátta við mat á því hvenær heimsfaraldur kórónuveiru verði kominn á þann stað að hægt sé að umgangast hann eins og hverja aðra inflúensu. Hún vonast til að það gerist á næstu árum.
Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, segir að líta þurfi til margra þátta við mat á því hvenær heimsfaraldur kórónuveiru verði kominn á þann stað að hægt sé að umgangast hann eins og hverja aðra inflúensu. Hún vonast til að það gerist á næstu árum.
„Inflúensan setur spítalann á hliðina á hverju ári, þrátt fyrir að það sé mikið hjarðónæmi vegna fyrri sýkinga og mikið notað af bólusetningum,“ segir Kamilla. Hún bendir á að spítalinn sé með ráðstafanir varðandi inflúensutímann. Gripið sé til ýmissa aðgerða á hverju ári eins og breytinga á heimsóknum og annarra neyðaraðgerða.
Kamilla telur líklegt að á einhverjum tímapunkti verðum við komin á svipaðan stað með kórónuveiruna.
„Kórónuveiran er samt öðruvísi en inflúensan að því leyti að þú ert lengur smitandi og meðgöngutíminn virðist lengri hjá flestum. Faraldurinn er erfiðari því gamla hjarðónæmið er ekki fyrir hendi,“ segir Kamilla og bætir við að hefðbundnar inflúensur séu tímabundnari en kórónuveiran hefur verið.
„Við þurfum bara að halda áfram að læra af þessu og vonandi verðum við komin á þann punkt innan einhverra ára að þetta verði eins og inflúensan, þannig að ráðstafanir verði bundnar við þá staði sem eru viðkvæmastir fyrir áhrifum veirunnar.“