Erfingjar Tryggva greiði Lúðvík 1,8 milljónir

Guðmundar- og Geirfinnsmál | 29. júlí 2021

Erfingjar Tryggva greiði Lúðvík 1,8 milljónir

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur lækkað reikning Lúðvíks Bergvinssonar hæstaréttarlögmanns til erfingja Tryggva Rúnars Leifssonar fyrir vinnu Lúðvíks við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 

Erfingjar Tryggva greiði Lúðvík 1,8 milljónir

Guðmundar- og Geirfinnsmál | 29. júlí 2021

Lúðvík Bergvinsson.
Lúðvík Bergvinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur lækkað reikning Lúðvíks Bergvinssonar hæstaréttarlögmanns til erfingja Tryggva Rúnars Leifssonar fyrir vinnu Lúðvíks við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur lækkað reikning Lúðvíks Bergvinssonar hæstaréttarlögmanns til erfingja Tryggva Rúnars Leifssonar fyrir vinnu Lúðvíks við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 

Lúðvík hafði gefið út reikning fyrir tæpar 10 milljónir króna, en í kjölfar úrskurðarins á Lúðvík að fá greiðslu upp á tæpar 1,8 milljónir króna. Fjallað er um úrskurðinn í Viðskiptablaðinu í dag. 

Fjölskylda Tryggva fór þess á leit við Lúðvík að hann annaðist hagsmunagæslu í kjölfar skýrslu um galla á rannsókn og málsmeðferð Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, sem afhent var þáverandi innanríkisráðherra árið 2013. Árið 2017 féllst endurupptökunefnd síðan á að tala upp að nýju ákveðna þætti málsins, og þótti þóknun til Lúðvíks hæfilega ákveðin 6,1 milljón króna fyrir nefndinni.

Gekk til samningaviðræðna við ríkið

Málið fór að nýju fyrir Hæstarétt árið 2018 og var Jón Magnússon þá lögmaður fjölskyldu Tryggva Rúnars, en Lúðvík hafði á þeim tíma ekki málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Jóni voru dæmdar tæplega 9,7 milljónir króna fyrir vinnu sína. 

Í kjölfar sýknu Hæstaréttar gekk Lúðvík til samningaviðræðna við ríkið um miskabætur fyrir hönd erfingja Tryggva. Fáeinum dögum eftir að drög að samkomulagi lágu fyrir barst Lúðvík bréf þess efnis að erfingjar Tryggva hefðu ákveðið að leita til annars lögmanns. 

Við uppgjör bóta til ekkju og dóttur Tryggva Rúnars fengu þær hvor um sig 4,3 milljónir króna í lögmannskostnað. Lúðvík setti sig þá í samband við nýjan lögmann fjölskyldunnar, en bætur vegna lögmannskostnaðar voru greiddar beint til erfingja. Í kjölfarið sendi Lúðvík áðurnefndan reikning til ekkju Tryggva Rúnars. Ættingjar Tryggva Rúnars töldu að reikningurinn væri tilefnis- og tilhæfulaus með öllu. 

Að mati úrskurðarnefndarinnar var hvorki til staðar samningur né lög sem gætu rennt stöðum undir það að lögmaðurinn eða stofa hans ættu heimtingu á milljónunum átta. Aftur á móti átti Lúðvík létt á greiðslu vegna samningaviðræðna við ríkið frá erfingjunum. 

mbl.is