Ágústspá Siggu Kling er lent!

Stjörnuspá Siggu Kling | 30. júlí 2021

Ágústspá Siggu Kling er lent!

Spákonan Sigga Kling er búin að spá í spilin fyrir ágústmánuð og sjón er sögu ríkari. Að sögn Siggu er tími til að skemmta sér í ágúst, grípa þau tækifæri sem bjóðast og treysta á sjálfan sig. 

Ágústspá Siggu Kling er lent!

Stjörnuspá Siggu Kling | 30. júlí 2021

Sigga Kling. Hvað segja stjörnurnar?
Sigga Kling. Hvað segja stjörnurnar? mbl.is/Árni Sæberg

Spákonan Sigga Kling er búin að spá í spilin fyrir ágústmánuð og sjón er sögu ríkari. Að sögn Siggu er tími til að skemmta sér í ágúst, grípa þau tækifæri sem bjóðast og treysta á sjálfan sig. 

Spákonan Sigga Kling er búin að spá í spilin fyrir ágústmánuð og sjón er sögu ríkari. Að sögn Siggu er tími til að skemmta sér í ágúst, grípa þau tækifæri sem bjóðast og treysta á sjálfan sig. 

8. ágúst virðist ætla að verða ansi merkilegur dagur og seinni hluti mánaðarins lofar einnig góðu, í það minnsta fyrir hrúta. Ef þig langar til að vita hvað framtíðin ber í skauti sér þá er stjörnuspá Siggu Kling neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Nautið mitt,

ég fæ hrein­lega gæsa­húð yfir því hvað lífið á eft­ir að gefa þér. Þú færð verðlaun eða hrós frá ótrú­leg­ustu stöðum og þú vinn­ur svo sér­stak­lega vel und­ir hrósi og/​eða ein­lægni. En það kem­ur fyr­ir að þú finn­ur ekki ár­ang­ur af erfiði þínu og þá máttu sleppa því um stund eða víkja hugs­un­um þínum annað.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Tví­bur­inn minn,

ég hef alltaf sagt að það ætti að kenna sam­skipti í skól­um frek­ar en dönsku eða stærðfræði, en þú fékkst sam­skipta­hæfni í vöggu­gjöf. Og þú ert að fara inn í langt tíma­bil þar sem þessi hæfi­leiki á eft­ir að njóta sín og lýsa eins og friðarsúl­an henn­ar Yoko Ono úti í Viðey.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Bogmaður­inn minn,

þú ert svo mik­il æv­in­týra­mann­eskja, en það hafa ekki öll æv­in­týr­in þín endað eins og þú vild­ir. Seinna muntu samt sjá að allt hef­ur verið leiðin að draum­um þínum. Það býr í þér svo sterk­ur heim­spek­ing­ur að þú get­ur haft áhuga á öllu eða engu sama dag­inn. Og með þetta frjóa ímynd­un­ar­afl finn­urðu réttu lausn­irn­ar og rétta fólkið og þessi bjart­sýni er í kring­um þig.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Krabb­inn minn,

láttu alls ekki til­finn­ing­arn­ar bera þig of­urliði í neinu á þessu sér­staka tíma­bili sem þú ert að ganga inn í. Þú mátt al­veg vita að þú get­ur gert grein­armun á réttu og röngu, svo íhugaðu að gera ekk­ert annað en að feta þann veg þar sem hið rétt­ara skal sann­ara reyn­ast. Það get­ur oft verið erfitt fyr­ir þig, yndið mitt, að halda með rétt­læt­inu og hinu rétta.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Meyj­an mín,

þú ert svo blíð og hef­ur svo fal­leg­ar hugs­an­ir. Og það er staðreynd að þú ert það sem þú hugs­ar. Ef þú hugs­ar bjart þá líður þér vel, ef þú hugs­ar svart ertu í svörtu ork­unni. Það er þitt að taka ákvörðun um hvað þú hugs­ar, því þú ert svo sterkt í hugs­ana­ork­unni.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Hrút­ur­inn minn,

þú sterka og skoðana­mikla al­heimsafl sem ýtir svo sann­ar­lega við okk­ur hinum þegar þess þarf. Það er svo margt og mikið búið að tak­ast í sum­ar, en þér finnst það alls ekki nóg. Þú verður að vita að sú setn­ing sem Alda Kar­en lífs­k­únstner sagði, „þú ert nóg“, er eitt­hvað sem þú þarft að til­einka þér núna.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Stein­geit­in mín,

þú þarft að af­kasta svo miklu til þess að vera sátt og ánægð í eig­in skinni. Þú ert for­ystusauður, svo hjörðin fylg­ir þér. Það er líka svo skemmti­legt hvað þú ert skýr í því sem þú vilt að ger­ist og tal­ar bæði ákveðið og fal­lega.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Fisk­ur­inn minn,

þú ert svo marg­slung­inn. Annaðhvort elsk­arðu breyt­ing­ar eða þolir þær ekki og þarft að hafa skoðun á öllu sem þér teng­ist og öll­um. Það býr mik­il fórn­fýsi og stund­um viltu líka vera fórn­ar­lamb, því að vera venju­leg­ur er eit­ur í þínum bein­um.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Vatns­ber­inn minn,

þú ert að fara inn í góða tíma þar sem þú nýt­ur þín al­veg í botn. Þú ert að breyta ein­hverju skipu­lagi og skemmt­ir þér bet­ur en þú bjóst við. Þeir sem eru í ástar­hug eiga bara að gera eitt­hvað í mál­un­um, ekki bíða eft­ir að eitt­hvað ger­ist, það er lausn­in. Þú ert nátt­úr­lega sér­stakt lista­verk og það er alls ekki hægt að segja þú fall­ir inn í neins kon­ar form.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Sporðrek­inn minn,

það er svo mik­il og ynd­is­leg mystík yfir þér. Svo marg­ir eru að spá og lang­ar að vita hvað þú ert að hugsa, en það er ekki séns að þeir kom­ist inn í hjartaræt­urn­ar þínar. Þú hef­ur sveifl­ast eins og brot­in fána­stöng und­an­farið, en munt vakna við það í kring­um 8. ág­úst að þú fáir þann styrk sem þú þarft að hafa og þú vit­ir að þú ert alltaf sig­ur­veg­ari. Þú ert eina stjörnu­merkið sem sagt er að sé stöðugt vatns­merki. Þar af leiðandi hreyf­ir þú þig ekki þó aðrir vilji hreyfa þig til og það þarf sér­stak­an út­búnað til þess að sjá eitt­hvað í þessu vatni.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Vog­in mín,

það er svo gott þú haf­ir í þínu eðli að vera sátta­semj­ari. Nýttu þér það bæði til þess að gefa eft­ir eða finna út hvernig hinn aðil­inn sem þú ert að semja við gefi líka rétt eft­ir. Þú ert loft­merki og sum­ir segja að þú sért merki­loft­merki. En það þýðir að þú ert frum­kvöðull í svo miklu fleiru en þú sérð sjálf. Þér lík­ar best að það sé hrein­lega vind­ur úr öll­um átt­um, þá er eng­inn sátt­ari en þú. En þegar það er logn og þú heyr­ir ekk­ert nema tístið í sjálfri þér get­urðu fundið fyr­ir þreytu sem á sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.


Elsku Ljónið mitt,

þú ert að fara inn í tíma­bil þar sem þú sérð stjörn­un­ar, him­in­inn og sjó­inn í miklu skýr­ari lit­um. Þú finn­ur hjá þér þörf til að skapa og búa eitt­hvað til. Og þú verður að láta und­an þess­ari þörf til þess að sál­in þín víkki út og færi þér ham­ingju­straum­ana. Þú átt líka að leyfa þér meira að leika þér og í því er líka viss sköp­un að skemmti­legra lífi. Hé­góm­inn og egó­ism­inn get­ur nagað af þér hand­arbök­in og komið þér í ástand sem þú kær­ir þig alls ekki um að vera í.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

mbl.is