Elsku Tvíburinn minn, ég hef alltaf sagt að það ætti að kenna samskipti í skólum frekar en dönsku eða stærðfræði, en þú fékkst samskiptahæfni í vöggugjöf. Og þú ert að fara inn í langt tímabil þar sem þessi hæfileiki á eftir að njóta sín og lýsa eins og friðarsúlan hennar Yoko Ono úti í Viðey.
Elsku Tvíburinn minn, ég hef alltaf sagt að það ætti að kenna samskipti í skólum frekar en dönsku eða stærðfræði, en þú fékkst samskiptahæfni í vöggugjöf. Og þú ert að fara inn í langt tímabil þar sem þessi hæfileiki á eftir að njóta sín og lýsa eins og friðarsúlan hennar Yoko Ono úti í Viðey.
Elsku Tvíburinn minn, ég hef alltaf sagt að það ætti að kenna samskipti í skólum frekar en dönsku eða stærðfræði, en þú fékkst samskiptahæfni í vöggugjöf. Og þú ert að fara inn í langt tímabil þar sem þessi hæfileiki á eftir að njóta sín og lýsa eins og friðarsúlan hennar Yoko Ono úti í Viðey.
Þér dettur svo margt í hug að þú ert eins og margmiðlunarfyrirtæki. Þú veist þú getur leyst úr öllu sem fyrir þig verður lagt á styttri tíma en þú ímyndar þér. Þú leysir bókstaflega allt eins og þú værir sjálfur forsætisráðherra landsins, en þó með rétta samskiptahæfni. Þú blandar saman visku og húmor og ert eins og góð bíómynd ætti að vera. Maður lærir eitthvað af myndinni og getur skellt upp úr öðru hvoru yfir þessum einstaka húmor.
Það eina sem getur tekið þig kverkataki á þessum tímum er að þér gæti hundleiðst þrátt fyrir að það sé engin dauð stund sem þú ættir að hafa tíma til þess að láta þér leiðast. Þegar þú býður þessi leiðinlegheit velkomin taparðu afli og þínum litríka anda. Svo það er ekki í boði að segja við Alheimsvitundina að þér leiðist, því það eru svo margir sem myndu vilja vera í þínum sporum og vera þú.
Kraftur þinn kemur frá hugaraflinu og samskiptahæfnin hjálpar þér að vera hlutlaus og að sleppa tilfinningunum sem tengjast ákvörðunum. Í öllu því sem þú ert að skapa og gera þarftu að vita að það er orðið frelsi sem er sterkast inni í þinni vitund. Að vera ekki kúgaður, hvorki í ástinni, vinnunni né fjölskyldunni. Að sjá að þú getur flogið hvert sem þú vilt því að það er hægt að treysta þér í einu og öllu. Vertu samt skýrmæltur við þá sem þurfa að vita hvað þú vilt, þótt þú blandir ekki tilfinningum inn í þá rökræður.