Prjónarnir leynivopn gullverðlaunahafans

Handavinna | 4. ágúst 2021

Prjónarnir leynivopn gullverðlaunahafans

Breski dýfingameistarinn Tom Daley hefur vakið töluverða athygli á Ólympíuleikunum sem nú fara fram í Tókýó. Daley hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir þær sakir að þeir Matty Lee nældu sér í gullverðlaun í samhæfðum dýfingum af 10 metra palli heldur einnig vegna þess að hann hefur ítrekað tekið prjónana með sér í áhorfendastúkuna. 

Prjónarnir leynivopn gullverðlaunahafans

Handavinna | 4. ágúst 2021

Tom Daley prjónar og prjónar á Ólympíuleikunum.
Tom Daley prjónar og prjónar á Ólympíuleikunum. Skjáskot/Instagram

Breski dýfingameistarinn Tom Daley hefur vakið töluverða athygli á Ólympíuleikunum sem nú fara fram í Tókýó. Daley hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir þær sakir að þeir Matty Lee nældu sér í gullverðlaun í samhæfðum dýfingum af 10 metra palli heldur einnig vegna þess að hann hefur ítrekað tekið prjónana með sér í áhorfendastúkuna. 

Breski dýfingameistarinn Tom Daley hefur vakið töluverða athygli á Ólympíuleikunum sem nú fara fram í Tókýó. Daley hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir þær sakir að þeir Matty Lee nældu sér í gullverðlaun í samhæfðum dýfingum af 10 metra palli heldur einnig vegna þess að hann hefur ítrekað tekið prjónana með sér í áhorfendastúkuna. 

Um þessar mundir er Daley að prjóna peysu með merki Ólympíuleikanna og breska liðsins á en hann hefur prjónað ýmislegt. Í viðtali við BBC á síðasta ári lýsti hann sjálfum sér sem „afa“ breska ólympíuliðsins og sagðist hafa tekið prjónana upp í heimsfaraldrinum líkt og svo margir aðrir. 

„Ég geri ýmislegt til að halda sjálfum mér við, eins og jóga, en ég er líka byrjaður að prjóna, sem gæti verið leynivopnið mitt. Það er hluti af nútvitundarrútínunni minni, leið til að flýja allt það sem er í gangi. Og ég er búinn að prjóna ýmislegt, allt frá treflum til húfu handa syni mínum,“ sagði Daley. 

Daley er 26 ára gamall en þreytti frumraun sína á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008, þá 14 ára gamall. 

Daley, líkt og svo margir aðrir prjónarar af hans kynslóð, heldur utan um prjónaverkefnin sín á sérstakri instagramsíðu. Hann er með um 900 þúsund fylgjendur á prjóna-instagramminu sínu.



mbl.is