Lítil og meðalstór fyrirtæki leyfð á Kúbu

Kórónuveiran Covid-19 | 7. ágúst 2021

Lítil og meðalstór fyrirtæki leyfð á Kúbu

Kúbversk stjórnvöld samþykktu í gær lög sem leyfa stofnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Um er að ræða mikla stefnubreytingu í kommúnistaríkinu þar sem ríkisfyrirtæki hafa einungis verið leyfð hingað til. 

Lítil og meðalstór fyrirtæki leyfð á Kúbu

Kórónuveiran Covid-19 | 7. ágúst 2021

Gamlir amerískir bílar einkenna Kúbu.
Gamlir amerískir bílar einkenna Kúbu. AFP

Kúbversk stjórnvöld samþykktu í gær lög sem leyfa stofnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Um er að ræða mikla stefnubreytingu í kommúnistaríkinu þar sem ríkisfyrirtæki hafa einungis verið leyfð hingað til. 

Kúbversk stjórnvöld samþykktu í gær lög sem leyfa stofnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Um er að ræða mikla stefnubreytingu í kommúnistaríkinu þar sem ríkisfyrirtæki hafa einungis verið leyfð hingað til. 

Nærri mánuður er liðinn frá því að þúsundir Kúbverja flykktust á götur út til þess að mótmæla einræði og hungri sem skekur landann. Mótmælin eru þau mestu síðan í byltingunni árið 1959, sem færði Fidel Castro heitnum forsetastól. 

Í það minnsta einn er látinn og hundruð manns voru handtekin í mótmælunum, sem stjórnvöld halda fram að séu á ábyrgð bandarískra stjórnvalda. 

Reyna að nútímavæða

Joe Biden Bandaríkjaforseti beitti kúbverska lögreglu refsiaðgerðum fyrir að bæla mótmælin niður og hefur varað kommúnistastjórnina við frekari refsiaðgerðum, láti hún ekki af valdbeitingu og hlusti á kröfur mótmælenda. 

Kúbversk stjórnvöld hafa undanfarna mánuði gert tilraun til að flýta aðgerðum og umbótum  sem ætlað er að nútímavæða efnahagskerfi Kúbu í þessari verstu kreppu sem eyríkið hefur gegnið í gegnum í um þrjátíu ár. 

Skortur á mat, rafmagni og lyfjum hefur aukist til muna undanfarna mánuði, að hluta vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna á hendur Kúbu en sömuleiðis vegna víðtækra sóttvarnaaðgerða vegna heimsfaraldurs Covid-19.

mbl.is