Hjón sem bæði störfuðu hjá lögreglunni í Seattle hafa verið rekin eftir að hafa tekið þátt í innrás stuðningsmanna Donalds Trumps í þinghúsið í Washington í janúar.
Hjón sem bæði störfuðu hjá lögreglunni í Seattle hafa verið rekin eftir að hafa tekið þátt í innrás stuðningsmanna Donalds Trumps í þinghúsið í Washington í janúar.
Hjón sem bæði störfuðu hjá lögreglunni í Seattle hafa verið rekin eftir að hafa tekið þátt í innrás stuðningsmanna Donalds Trumps í þinghúsið í Washington í janúar.
Þau Alexander og Caitlin Everett voru ekki á vakt þegar þau tóku þátt í innrásinni en BBC greinir frá því að þau hafi ætt inn á lokuð svæði og tekið virkan þátt í innrásinni.
Að minnsta kosti 535 mótmælendur hafa verið handteknir eftir innrásina í janúar og fimm létust í átökunum.
Aðstoðarlögreglustjóri Seattle, Adrian Diaz, ákvað að víkja hjónunum frá störfum en í málsskjölum kemur fram að þau hafi varist öllum ásökunum. Diaz segir þá að þáttur þeirra í innrásinni sé óviðunandi.