Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun halda tvo fundi á fimmtudaginn. Þann fyrri frá klukkan níu með settum ríkisendurskoðanda, Sigurði Þórðarsyni, til þess að ræða málefni Lindarhvols.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun halda tvo fundi á fimmtudaginn. Þann fyrri frá klukkan níu með settum ríkisendurskoðanda, Sigurði Þórðarsyni, til þess að ræða málefni Lindarhvols.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun halda tvo fundi á fimmtudaginn. Þann fyrri frá klukkan níu með settum ríkisendurskoðanda, Sigurði Þórðarsyni, til þess að ræða málefni Lindarhvols.
Lindarhvoll var félag sem hélt utan um eignir sem féllu í skaut ríkisins vegna greiðslu á stöðugleikaframlögum í tengslum við afnám haftanna.
Seinni fundurinn, sem verður sömuleiðis fyrir hádegi á fimmtudaginn, verður haldinn til þess að rannsaka hvort nefnd um eftirlit með lögreglu hafi farið fram úr heimildum við rannsókn sína á störfum lögreglumanna sem komu að Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld og dagbókarfærslu lögreglunnar í kjölfarið.
Þetta staðfestir Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í samtali við mbl.is.
Landssamband lögreglumanna hefur í fjölmiðlum lýst því að nefndin hafi gengið of langt í rannsókn sinni á Ásmundarsalarmálinu verður hún kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sem og Persónuvernd.
Sviðsstjóri Persónuverndar hefur áður sagt að það sé grundvallaratriði að tilgangur vinnslu upplýsinga úr búkmyndavélum lögreglumanna sé skýr áður en hún fer fram.
Ríkislögreglustjóri, sem fer með málefni lögreglunnar í umboði dómsmálaráðherra, verður einnig boðaður á fundinn til að fá svör um framkvæmd lögreglulaga og verklagsreglur lögreglunnar.
Þá verður nefnd um eftirlit með lögreglu, boðuð til að svara fyrir um sín störf.
Aðspurður hvort um sé að ræða síðustu verk Jóns Þórs sem alþingismanns segist hann hafa skyldum að sinna svo lengi sem hann hafi umboð til.
„Þingmenn halda umboði sínu til kjördags þótt þing hafi verið rofið. En það styttist í að ég fái að rétta keflið áfram,“ segir Jón Þór.