Vesti, bæði prjónuð og ekki, hafa verið áberandi í tískunni síðastliðið árið. Þótt einhverjum kunni að finnast þau hallærisleg virðast þau vera komin til að vera í tískunni og má finna vesti í um það bil öllum tískuverslunum um þessar mundir.
Vesti, bæði prjónuð og ekki, hafa verið áberandi í tískunni síðastliðið árið. Þótt einhverjum kunni að finnast þau hallærisleg virðast þau vera komin til að vera í tískunni og má finna vesti í um það bil öllum tískuverslunum um þessar mundir.
Vesti, bæði prjónuð og ekki, hafa verið áberandi í tískunni síðastliðið árið. Þótt einhverjum kunni að finnast þau hallærisleg virðast þau vera komin til að vera í tískunni og má finna vesti í um það bil öllum tískuverslunum um þessar mundir.
Vesti eru líka hinn fullkomni haustklæðnaður og tilbreyting við þykkar rúllukragapeysur sem fylgja haustinu. Fallegt er að para vesti saman við langermaboli, með kraga eða ekki, eða fallega skyrtu. Þau eru líka fullkomin undir síða kápu.
Myndarlegar húsmæður og tískukóngar prjóna auðvitað sín vesti sjálf en kosturinn við að prjóna eigin flíkur er sá að maður getur stjórnað sniðinu á þeim. Á vef Drops studios er að finna fjölda ókeypis uppskrifta að vestum sem sníða má að eigin þörfum.
Prjónadrottningin Mette, sem hannar undir merkinu PetiteKnit, hefur einnig gefið út uppskriftir að vestum sem hafa verið mjög vinsælar. Þar ber helst að nefna September slipover, Holiday Slipover og Terrazzo slipover en þær uppskriftir fást hjá Ömmu mús.
Fyrir þau sem hafa aðeins minni tíma eða fæddust með tíu þumla er tilvalið að skella sér út í næstu verslun og finna sér vesti.