„Skemmtilegt að geta labbað niður tröppur inn í annan heim“

Ljósi punkturinn | 20. ágúst 2021

„Skemmtilegt að geta labbað niður tröppur inn í annan heim“

Listakonan Guðlaug Sóley, betur þekkt sem Gugusar, hefur vakið mikla athygli í íslenskum tónlistarheimi að undanförnu. Gugusar er margt til listanna lagt en ásamt því að vera hæfileikarík tónlistarkona skapar hún einnig myndlistarverk og stendur fyrir sýningunni VIDBJODUR sem er í gangi nú um helgina, fram á sunnudagskvöld 22. ágúst.

„Skemmtilegt að geta labbað niður tröppur inn í annan heim“

Ljósi punkturinn | 20. ágúst 2021

Ljósmynd af Facebook

Listakonan Guðlaug Sóley, betur þekkt sem Gugusar, hefur vakið mikla athygli í íslenskum tónlistarheimi að undanförnu. Gugusar er margt til listanna lagt en ásamt því að vera hæfileikarík tónlistarkona skapar hún einnig myndlistarverk og stendur fyrir sýningunni VIDBJODUR sem er í gangi nú um helgina, fram á sunnudagskvöld 22. ágúst.

Listakonan Guðlaug Sóley, betur þekkt sem Gugusar, hefur vakið mikla athygli í íslenskum tónlistarheimi að undanförnu. Gugusar er margt til listanna lagt en ásamt því að vera hæfileikarík tónlistarkona skapar hún einnig myndlistarverk og stendur fyrir sýningunni VIDBJODUR sem er í gangi nú um helgina, fram á sunnudagskvöld 22. ágúst.

Sýningin fer fram í Núllinu, Bankastræti 0, og er öllum velkomið að láta sjá sig. Þetta gallerý er neðanjarðar og er alveg ótrúlega skemmtilegt að geta labbað niður tröppur inn í annan heim myndlistarinnar. Ég fékk að spjalla við snillinginn Gugusar um sýninguna.

„Myndlist og tónlist hafa alltaf verið eitt af mínum helstu áhugamálum sem barn og enn í dag,“ segir listakonan og bætir við: „Í byrjun árs ákvað ég að stefna á að halda myndlistarsýningu og nú er loks komið að því.“ Gugusar hefur eytt miklum tíma við að skapa heima fyrir og segir herbergið sitt vera helsti innblásturinn að sýningunni þar sem allir veggir eru þaktir myndum.

 Sýningin fer fram með óhefðbundnum hætti sem ekki er hægt að útskýra almennilega með orðum heldur einungis með upplifun.

„Ég var alveg viss um að ég vildi ekki hafa hefbundna myndlistarsýningu og stefnan er að hafa sýninguna meira eins og leikmynd en ekki myndlistarsýningu. Meira eins og show,“ segir Gugusar að lokum. Ótrúlega spennandi sýning hér á ferð og gleðilegt að fylgjast með ungu og efnilegu listafólki dýpka listflóru landsins.

mbl.is