Enn harðnar í forræðisdeilu Jolie og Pitt

Jolie/Pitt | 2. september 2021

Enn harðnar í forræðisdeilu Jolie og Pitt

Stórleikarinn Brad Pitt hefur áfrýjað dómi tímabundins dómara sem dæmdi fyrrverandi eiginkonu hans Angelinu Jolie í hag í forsjármáli þeirra hjóna. Lögmenn Pitt segja leikkonuna ekki hafa átt að fá forræði yfir börnunum vegna stjórnsýslulegra mistaka. 

Enn harðnar í forræðisdeilu Jolie og Pitt

Jolie/Pitt | 2. september 2021

Angelina Jolie og Brad Pitt slást eins og hundur og …
Angelina Jolie og Brad Pitt slást eins og hundur og köttur í dómssalnum um þessar mundir. AFP

Stór­leik­ar­inn Brad Pitt hef­ur áfrýjað dómi tíma­bund­ins dóm­ara sem dæmdi fyrr­ver­andi eig­in­konu hans Ang­el­inu Jolie í hag í for­sjár­máli þeirra hjóna. Lög­menn Pitt segja leik­kon­una ekki hafa átt að fá for­ræði yfir börn­un­um vegna stjórn­sýslu­legra mistaka. 

Stór­leik­ar­inn Brad Pitt hef­ur áfrýjað dómi tíma­bund­ins dóm­ara sem dæmdi fyrr­ver­andi eig­in­konu hans Ang­el­inu Jolie í hag í for­sjár­máli þeirra hjóna. Lög­menn Pitt segja leik­kon­una ekki hafa átt að fá for­ræði yfir börn­un­um vegna stjórn­sýslu­legra mistaka. 

Pitt hlaut upp­haf­lega for­ræði yfir börn­um þeirra í maí á síðasta ári. Dóm­ar­inn John W. Ou­der­kirk komst að þeirri niður­stöðu. Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Kali­forn­íu komst hins veg­ar að því að dóm­ar­inn hefði ekki til­greint viðskipta­sam­band sitt við lög­mann Pitts nægi­lega vel. 

Ou­der­kirk neitaði að segja sig frá mál­inu þegar Jolie lagði fram kröfu um það en hann hef­ur lengi verið vin­ur fjöl­skyld­unn­ar. Gaf hann þau Pitt og Jolie sam­an árið 2014. 

Lægra dóms­stig komst svo að því að krafa Jolie hafi verið lögð of seint fram. Hún áfrýjaði þeirri niður­stöðu og vann. Ou­der­kirk neydd­ist því að stíga til hliðar og tíma­bund­inn dóm­ari var feng­inn í málið sem þau bæði samþykktu.

Lög­menn Pitts segja nú að mis­tök Ou­der­kirk hafi verið smá­vægi­leg og ekki til­efni til þess að hann stigi til hliðar. Segja þeir einnig að Jolie hafi verið að leita að ljósi í myrkri til að koma hon­um frá mál­inu. 

Því hafi hinn tíma­bundni dóm­ari sem dæmdi Jolie í hag ekki hafa átt að vera dóm­ar­inn í mál­inu. 

Jolie og Pitt eiga sex börn sam­an, þar af fimm und­ir lögaldri. Maddox er elst­ur en hann er tví­tug­ur. Pax er 17 ára, Za­hara er 16 ára, Si­loh 15 ára og tví­bur­arn­ir Vi­vienne og Knox eru 13 ára.

Page Six

mbl.is