Dæmdir til dauða fyrir heróínsmygl

Dauðarefsingar | 5. september 2021

Dæmdir til dauða fyrir heróínsmygl

Tíu karlmenn voru dæmdir til dauða í Egyptalandi í dag fyrir að smygla yfir tveimur tonnum af heróíni til landsins. Af þeim tíu sem dæmdir voru til dauða eru sjö frá Pakistan, einn frá Íran og tveir frá Egyptalandi. 

Dæmdir til dauða fyrir heróínsmygl

Dauðarefsingar | 5. september 2021

Mennirnir voru dæmdir fyrir að smygla yfir tveimur tonnum af …
Mennirnir voru dæmdir fyrir að smygla yfir tveimur tonnum af heróíni til Egyptalands. AFP

Tíu karlmenn voru dæmdir til dauða í Egyptalandi í dag fyrir að smygla yfir tveimur tonnum af heróíni til landsins. Af þeim tíu sem dæmdir voru til dauða eru sjö frá Pakistan, einn frá Íran og tveir frá Egyptalandi. 

Tíu karlmenn voru dæmdir til dauða í Egyptalandi í dag fyrir að smygla yfir tveimur tonnum af heróíni til landsins. Af þeim tíu sem dæmdir voru til dauða eru sjö frá Pakistan, einn frá Íran og tveir frá Egyptalandi. 

Mennirnir voru handteknir árið 2019 en heróíninu smygluðu þeir yfir Rauðahafið. Voru þeir dæmdir fyrir vörslu á fíkniefnunum en auk heróínsins voru þeir gripnir með tæp hundrað kíló af metamfetamíni í földu herbergi í skipi. 

Þau sem sæta dauðarefsingu í Egyptalandi eru venju samkvæmt hengd en hinir dæmdu hafa tækifæri til að áfrýja dómnum innan tveggja mánaða. 

Mannúðarsamtök hafa harðlega gagnrýnt stefnu egypskra stjórnvalda í dauðarefsingum. Þeim fjölgaði mikið árið 2020. Alls hlutu 107 manns dauðarefsingu í landinu á síðasta ári, samanborið við 32 árið þar á undan. 

Samkvæmt upplýsingum frá Amnesty International eru flest dæmd til dauða í Kína og Íran, en í Egyptaland situr í þriðja sæti á þeim lista.

mbl.is