Katrín Jakobsdóttir telur ekki áhuga fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Spurningin þar um sé ekki ofarlega á dagskrá fólks. VG mun ekki styðja aðildarumsókn.
Katrín Jakobsdóttir telur ekki áhuga fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Spurningin þar um sé ekki ofarlega á dagskrá fólks. VG mun ekki styðja aðildarumsókn.
Katrín Jakobsdóttir telur ekki áhuga fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Spurningin þar um sé ekki ofarlega á dagskrá fólks. VG mun ekki styðja aðildarumsókn.
Katrín sat í nefnd sem gerð var út til Brussel árið 2008 að ráði þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks þar sem kannaðir voru möguleikar á upptöku evru án aðildar að Evrópusambandinu. Var það gert í ástandi þar sem bankahrun var yfirvofandi.
Þar kom í ljós að sá kostur var ekki uppi. Hins vegar hrundi bankakerfið og segir Katrín að þeir atburðir ásamt gjaldmiðilskreppu sem fylgdi í kjölfarið hafi orðið til þess að VG og hún þar á meðal hafi stutt aðildarumsókn að ESB.
Tíminn hafi hins vegar leitt í ljós að Íslandi hafi farnast betur utan ESB en innan. Reynslan af stöðu Grikkja eftir mikil efnahagsleg skakkaföll bendi til þess.
Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Katrínu Jakobsdóttur í Dagmálum í dag. Það er hið fyrsta af níu viðtölum sem birt verða við formenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu í kosningum til Alþingis nú í mánuðinum.
„Ég tel algjörlega morgunljóst að það verður ekki sótt aftur um aðild að Evrópusambandinu nema fyrir því sé meirihluti á þingi sem einnig nyti leiðsagnar þjóðarinnar þegar hann liggur fyrir.“
Spurð hvort hún myndi nýta aðildarumsókn sem skiptimynt í stjórnarmyndunarviðræðum hafnar hún því. VG mun ekki mynda meirihluta í þinginu um slíka umsókn.
„Mér finnst þetta raunar ekki vera spurning sem er hátt á dagskránni núna í samfélaginu,“ segir Katrín.
Á morgun birtist viðtal við Halldóru Mogensen, fulltrúa Pírata á sama vettvangi og í Morgunblaðinu.