Hrönn Bjarnadóttir markaðs-og sölustjóri hjá Óskaskrín prýðir forsíðu Barnablaðs Morgunblaðsins. Hún er gift tveggja barna móðir sem þurfti að hafa mikið fyrir því að eignast börnin sín.
Hrönn Bjarnadóttir markaðs-og sölustjóri hjá Óskaskrín prýðir forsíðu Barnablaðs Morgunblaðsins. Hún er gift tveggja barna móðir sem þurfti að hafa mikið fyrir því að eignast börnin sín.
Hrönn Bjarnadóttir markaðs-og sölustjóri hjá Óskaskrín prýðir forsíðu Barnablaðs Morgunblaðsins. Hún er gift tveggja barna móðir sem þurfti að hafa mikið fyrir því að eignast börnin sín.
Hrönn er alin upp við sérstakar aðstæður því þegar hún fæddist árið 1986 átti hún tvo eldri bræður sem voru í hjólastól. Þeir voru báðir með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Sá eldri er fæddur árið 1975, en sá yngri fæddist 1979 en hann lést 1993 aðeins 14 ára að aldri. Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdómurinn leggst á drengi en stúlkur geta hins vegar verið arfberar. Bróðir hennar hvatti hana til þess að fara í tæknifrjóvgun svo börnin hennar yrðu ekki með sama sjúkdóm og hann. Árið 2012 varð hún ólétt en þurfti að fara í fóstureyðingu vegna þess að það kom í ljós þegar líða tók á meðgönuna að hún gengi með dreng með Duchenne.
„Ég fór og hitti erfðasérfæðing. Hann vildi að við reyndum sjálf að eignast barn áður en við færum í tæknifrjóvgun. Hann sagði að það væri svo erfitt fyrir líkamann að fara í hormónameðferð og allt það sem fylgir tæknifrjóvgun. Hann benti á að það væru 25% líkur á því að barnið yrði með Duchenne en benti á að það væru 75% líkur á barnið myndi fæðast heilbrigt. Við ákváðum þá að reyna að búa sjálf til barn sem fór því miður á versta veg. Þegar ég var komin rúmar 14 vikur á leið fékk ég að vita að fóstrið væri drengur með Duchenne-sjúkdóminn,“ segir hún.
Hrönn segir að það hafi verið hræðileg tilfinning að þurfa að taka ákvörðun um að fara í fóstureyðingu en þetta hafi hins vegar verið það eina í stöðunni fyrir hana. Hún segist
hafa farið í gegnum allan tilfinningaskalann en hennar helsti stuðningsmaður var bróðir hennar. Hann hvatti hana til að fara í fóstureyðingu. Hann sagði að það væri ekki hægt að
eignast viljandi barn með Duchenne.
„Það var ómetanlegur stuðningar að hafa hann með mér í þessu því það er enginn annar sem er jafn dómbær á það hvað það þýðir að fæðast og lifa með þennan sjúkdóm. Ég hef aldrei séð eftir þessari ákvörðun en þetta var gríðarlega erfitt tímabil og þetta tók í raun mun meira á en ég gerði mér grein fyrir þegar ég fór af stað í þessa meðgöngu,“ segir hún.