Krafa um heilbrigðisvottorð tekur gildi 1. október

Brexit | 13. september 2021

Krafa um heilbrigðisvottorð tekur gildi 1. október

Krafa breskra yfirvalda um að íslenskar sjávarafurðir skulu heilbrigðisvottaðar auk þess sem sendingar skulu forskráðar í sérstakt kerfi að minnsta kosti 24 tíma fyrir komu til Bretlands tekur gildi 1. október. Upphaflega áttu nýjar innflutningsreglur að taka gildi 1. apríl.

Krafa um heilbrigðisvottorð tekur gildi 1. október

Brexit | 13. september 2021

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á fiskmarkaði í Grimsby. Frá og …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á fiskmarkaði í Grimsby. Frá og með 1. október mun íslenskur fiskur þurfa að vera vottaður til að rata á markaðinn. AFP

Krafa breskra yfirvalda um að íslenskar sjávarafurðir skulu heilbrigðisvottaðar auk þess sem sendingar skulu forskráðar í sérstakt kerfi að minnsta kosti 24 tíma fyrir komu til Bretlands tekur gildi 1. október. Upphaflega áttu nýjar innflutningsreglur að taka gildi 1. apríl.

Krafa breskra yfirvalda um að íslenskar sjávarafurðir skulu heilbrigðisvottaðar auk þess sem sendingar skulu forskráðar í sérstakt kerfi að minnsta kosti 24 tíma fyrir komu til Bretlands tekur gildi 1. október. Upphaflega áttu nýjar innflutningsreglur að taka gildi 1. apríl.

Á þessu er vakin athygli í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. „Mikilvægt er að vottorð séu rétt útfyllt til að sendingar séu ekki stöðvaðar á landamærastöð í Bretlandi. Sendingar sem fara frá Íslandi fyrir 1. október þurfa heilbrigðisvottorð ef þær berast til landamærastöðvar í Bretlandi 1. október eða síðar,“ segir í tilkynningunni.

Þá efnir stofnunin til sérstaksvefnámskeiðs fyrir útflytjendur á fiski um útfyllingu og útgáfu heilbrigðisvottorða vegna breytinganna.

mbl.is