Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, konan sem steig fram og sakaði Kolbein Sigþórsson um ofbeldi, var gestur í hlaðvarpinu Eigin konur sem kom út í gær. Í hlaðvarpinu lýsir hún meintri árás Kolbeins á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur haustið 2018.
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, konan sem steig fram og sakaði Kolbein Sigþórsson um ofbeldi, var gestur í hlaðvarpinu Eigin konur sem kom út í gær. Í hlaðvarpinu lýsir hún meintri árás Kolbeins á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur haustið 2018.
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, konan sem steig fram og sakaði Kolbein Sigþórsson um ofbeldi, var gestur í hlaðvarpinu Eigin konur sem kom út í gær. Í hlaðvarpinu lýsir hún meintri árás Kolbeins á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur haustið 2018.
Þórhildur steig fram í viðtali við Ríkisútvarpið í ágúst þar sem hún lýsti árásinni, samskiptum sínum við Kolbein og Knattspyrnusambandi Íslands í kjölfarið. Þórhildur ákvað að stíga fram vegna yfirlýsingar þáverandi formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, um að sambandinu hafi ekki borist tilkynning um áksakanir á hendur leikmanna í íslenska karlaliðinu.
Edda Falak stýrir eiginkonum en með henni er gestastjórnandinn og lögfræðingurinn Kolbrún Birna Bachmann.
Þórhildur lýsir því sem svo að hún hafi setið við flöskuborð sem hún telur að Kolbeinn hafi verið á. Vinkona hennar var á borðinu og bað hana að koma og spjalla við sig sem hún gerði. „Svo er ég bara að kveðja hana og stend upp og er að fara frá flöskuborðinu og þá er ég bara með hendi í klofinu,“ sagði Þórhildur. Hún segist hafa frosið og ekki vitað hvað var í gangi. Þá lítur hún á hann og hann sleppir ekki.
„Mig minnir að ég hafi sagt: „Væri þér sama? eða eitthvað svona“. Og hann eitthvað: „Hvað ætlaru að gera í þessu?“ og ég bara„ ha? Ekki neitt held ég, ég veit ekki.“,“ sagði Þórhildur.
Seinna um kvöldið er hún úti í portinu á staðnum þegar hún á í orðaskiptum við Kolbein. Hún labbaði svo út úr portinu á undan honum og þá grípur hann um háls hennar.
„Allt í einu er ég bara í chokehold og þá bara algjörlega frýs ég og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Fyrir tilviljun labbar strákur út af karlaklósettinu og hann losar aðeins um takið,“ sagði Þórhildur. Hún losnaði undan honum og spretti upp stigann upp á Hamborgarabúlluna þar sem starfsfólkið er.
„Ég man að ég barði á hurðina og fyrsta sem ég segi er: „Kolbeinn Sigþórsson er að drepa mig.“,“ sagði Þórhildur. Hún segir að hún hafi aldrei verið jafn hrædd um líf sitt og þetta kvöld. Þórhildur fékk að vera inni hjá starfsfólkinu á meðan hún jafnaði sig og starfsfólk ræddi við Kolbein. Í kjölfar var hún beðin um að fara út vegna þess að starfsfólk hafði ekki hemil á Kolbeini.
Seinna fór hún á sáttafund sem haldinn var milli hennar, Kolbeins, vinkonu hennar Jóhönnu Helgu Jensdóttir og föður hennar í París. Kolbeinn segist aldrei hafa játað brotið þrátt fyrir að hafa greitt bæði Þórhildi og Jóhönnu eina og hálfa milljón. Hann greiddi einnig þrjár milljónir til Stígamóta. Um sáttafundinn segir Þórhildur að Kolbeinn hafi virst mjög miður sín á fundinum og hún upplifiði að hann hefði séð eftir þessu. „Hann baðst afsökunar,“ sagði Þórhildur og bætir við að hún hafi verið mjög hissa á yfirlýsingu Kolbeins.