Edda Lilja Guðmundsdóttir er konan á bakvið Garnbúð Eddu í hjarta Hafnarfjarðar. Edda segir hugmyndina að búðinni hafa komið á einu föstudagskvöldi og á sunnudagskvöldi var hún búin að panta inn fyrstu sendinguna af garni.
Edda Lilja Guðmundsdóttir er konan á bakvið Garnbúð Eddu í hjarta Hafnarfjarðar. Edda segir hugmyndina að búðinni hafa komið á einu föstudagskvöldi og á sunnudagskvöldi var hún búin að panta inn fyrstu sendinguna af garni.
Edda Lilja Guðmundsdóttir er konan á bakvið Garnbúð Eddu í hjarta Hafnarfjarðar. Edda segir hugmyndina að búðinni hafa komið á einu föstudagskvöldi og á sunnudagskvöldi var hún búin að panta inn fyrstu sendinguna af garni.
Edda byrjaði smátt, var með eina tegund af garni í hálfri hillu í Litlu hönnunarbúðinni í Hafnarfirði en verkefnið vatt hratt upp á sig. „Þetta byrjaði strax að stækka þar. Ég byrjaði með hálfa hillu og eina garn tegund. Svo fór ég á frekar stuttum tíma upp í tvær stórar hillur og fleiri tegundir,“ segir Edda í viðtali við mbl.is
Árið 2019 flutti hún verslunina í eigin húsnæði og hefur reksturinn blómstrað síðan. Edda er kennari að mennt og kenndi í grunnskóla þar til síðastliðið haust en þá var umfang verslunarinnar orðið það mikið að hún gat ekki sinnt bæði kennarastarfinu og verslunarrekstrinum.
Í heimsfaraldrinum tóku margir upp nýtt áhugamál, meðal vinsælustu áhugamálanna var handavinna og fann Edda vel fyrir því. Í faraldrinum jókst sala mikið og kúnnahópur garnbúðarinnar óx samhliða.
„Það kom nýtt og nýtt fólk. Ungar stelpur byrjuðu að prjóna mikið meira. Alveg niður í 18 ára stelpur sem prjóna bara peysu eftir peysu,“ segir Edda. „Fólk hafði bara ekkert annað að gera en að vera heima hjá sér og prjóna,“ sagði Edda.
Fyrir faraldurinn hafði Edda byrjað að skipuleggja prjónakaffi þar sem fólk gat komið saman, prjónað eða heklað og rætt saman um handavinnuna. Það gafst afskaplega vel en vegna heimsfaraldursins þurfti að gera hlé á prjónakaffinu. Edda er farin aftur af stað með prjónakaffið en þarf að takmarka fjölda gesta.
„Mitt markmið með þessu var að skapa smá samfélag þar sem allir eru velkomin og skapa vettvang þar sem prjónarar geta hitt aðra prjónara,“ segir Edda.
Auk prjónakaffisins er Edda með áskriftaklúbb sem hún vinnur út frá einhverju ákveðnu þema hvern mánuðinn. Þar leitar hún í nærumhverfið og velur ljósmyndir, tilfinningu, fígúru eða teikningu. Í pakkanum er svo uppskrift og garn fyrir verkefni sem endurspeglar þemað.
Edda er með garn fá hinum ýmsu löndum í boði í versluninni og velur aðeins garn sem hún er hrifin af. Hún velur líka garn sem aðrar verslanir eru ekki með en mikil fjölbreytni er í íslenskum garn- og prjónavöruverslunum hér á Íslandi.
Þá eru alltaf að bætast við fleiri íslensk merki og handlitað garn sem er litað á Íslandi. Edda hefur fengið nokkra litara með sér í lið til að handlita garn fyrir hana undir nafninu Tilraunaeldhús. Þá sendir hún litaranum mynd og litar hann garnið eftir myndinni. Verkefnið hefur gefist vel og selst upplagið oft upp.