Súperhollt pasta sem fer með þig til Ítalíu

Matreitt með Mörtu Maríu | 22. september 2021

Súperhollt pasta sem fer með þig til Ítalíu

Síðast þegar ég fór til Ítalíu pantaði ég eggaldin-pasta á veitingastað sem var svo ljúffengt að daginn eftir fór ég beinustu leið á sama stað til þess að geta efnagreint réttinn. Í tilefni af Heilsudögum Nettó eldaði ég þennan rétt og í stað þess að nota venjulegt pasta notaði ég glútenlaust pasta sem búið er til úr kínóa sem er mjög próteinríkt korn. 

Súperhollt pasta sem fer með þig til Ítalíu

Matreitt með Mörtu Maríu | 22. september 2021

Síðast þegar ég fór til Ítalíu pantaði ég eggaldin-pasta á veitingastað sem var svo ljúffengt að daginn eftir fór ég beinustu leið á sama stað til þess að geta efnagreint réttinn. Í tilefni af Heilsudögum Nettó eldaði ég þennan rétt og í stað þess að nota venjulegt pasta notaði ég glútenlaust pasta sem búið er til úr kínóa sem er mjög próteinríkt korn. 

Síðast þegar ég fór til Ítalíu pantaði ég eggaldin-pasta á veitingastað sem var svo ljúffengt að daginn eftir fór ég beinustu leið á sama stað til þess að geta efnagreint réttinn. Í tilefni af Heilsudögum Nettó eldaði ég þennan rétt og í stað þess að nota venjulegt pasta notaði ég glútenlaust pasta sem búið er til úr kínóa sem er mjög próteinríkt korn. 

Hráefni:  

Lífræn ólífuolía  til steikingar

2 lífræn eggaldin skorin í litla teninga 

2 fernur af lífrænum tómötum í fernu frá Änglamark

1 krukka af Pesto creamey frá Änglamark

2 laukar, skornir smátt

4 hvítlauksrif skorin smátt 

2 msk. eplaedik frá Änglamark

2 msk. lífrænt hlynsíróp

Sjávarsalt og pipar eftir smekk

Aðferð: 

Byrjið á því að skera niður eggaldin og lauk og láta það steikjast saman. Þá eru pestóinu bætt út í ásamt tómötunum í fernunni. Allt látið sjóða saman og svo er hlynsírópi og eplaediki bætt út í. Þá er hvítlaukurinn settur út í og í lokin er rétturinn saltaður og pipraður. Það tekur um það bil 30 mínútur að útbúa réttinn. 

Rétturinn var borinn fram með glúteinlausu kínóa-pasta frá Clearspring. 

Heilsublað Nettó kom út í dag. HÉR getur þú lesið blaðið! 

mbl.is