Óttastu að fara í samband?

Linda og lífsbrotin | 23. september 2021

Óttastu að fara í samband?

„Þegar við erum orðin svona nokkuð þroskuð og lífsreynd, kannski fráskilin og misskilin eða höfum orðið fyrir sorgum eins og ástarsorg og missi maka þá er oft erfitt að gefa hjarta sitt fullkomlega og tengjast öðrum á svo nánum grunni eins og ástarsambönd eru,“ segir Linda Sigríður Baldvinsdóttir í sínum nýjasta pistli: 

Óttastu að fara í samband?

Linda og lífsbrotin | 23. september 2021

Linda Sigríður Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Sigríður Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Þegar við erum orðin svona nokkuð þroskuð og lífsreynd, kannski fráskilin og misskilin eða höfum orðið fyrir sorgum eins og ástarsorg og missi maka þá er oft erfitt að gefa hjarta sitt fullkomlega og tengjast öðrum á svo nánum grunni eins og ástarsambönd eru,“ segir Linda Sigríður Baldvinsdóttir í sínum nýjasta pistli: 

„Þegar við erum orðin svona nokkuð þroskuð og lífsreynd, kannski fráskilin og misskilin eða höfum orðið fyrir sorgum eins og ástarsorg og missi maka þá er oft erfitt að gefa hjarta sitt fullkomlega og tengjast öðrum á svo nánum grunni eins og ástarsambönd eru,“ segir Linda Sigríður Baldvinsdóttir í sínum nýjasta pistli: 

Að mínu viti er þetta fullkomlega eðlilegt því að þeir sem hafa farið í gegnum þau atriði sem ég nefndi hér að framan vita hversu sárt það er ef að sambandið gengur ekki upp einhverra hluta vegna. 

Það er einnig að mörgu að hyggja þegar í ástarsamband er komið og það fyrsta sem upp í huga minn kemur er traustið sem getur tekið soddan óratíma að byggja upp þegar við erum búin að upplifa lífið. Traust og skuldbinding er það sem byggir upp sambandið ásamt vináttunni og ástinni og þess vegna er það svolítið erfiðara að gefa hjarta sitt eftir áföll á þessu sviði.

Að skuldbinda sig svo einni manneskju þegar þú hefur kannski verið ein eða einn á báti í mörg ár og ráðið þér algjörlega getur vafist fyrir okkur mörgum. Ekki vegna þess að við þráum það ekki, heldur vegna þess að það koma inn í það atriði eins og höfnun, hræðsla eða ótti við að sambandið haldist ekki.

Svo er það fjölskyldan sem flestir eiga fyrir þegar þeir eru komnir yfir miðjan aldur, börn barnabörn, fyrrum makar, tengdamömmur og tengdapabbar ásamt kannski mökum barnanna þinna og þegar svo er vandast málið heldur betur.

Hvað ef börnunum þínum líkar ekki við nýja makann? Er þá hætta á því að þú missir fjölskyldu þína eða mun hún komast til vits hvað það varðar og samþykkja val þitt eða muntu neita þér um sambandið til að halda í fjölskylduna?

Munu fyrrverandi makar verða á bakinu á þér eða verða allar fyrrum Tinderkærusturnar og kærastarnir á línunni um helgar þó að þú sért kominn í samband? Allt þetta getur haft áhrif á varnarviðbrögð þín framkvæmdir og opnun hjarta þíns.

Oft breytist líf þitt mikið þegar þú kemur inn í nýja fjölskyldu og það er ekkert ólíklegt að þið komið úr ólíku umhverfi sem þið þurfið að aðlaga ykkur að - og það getur tekið á. Þínar venjur versus mínar venjur geta orðið að deilumálum eða valdið kvíða og óróleika. Jólahald ólíkt, tyllidagar og veisluhald ólíkt og svo framvegis. Allt þetta getur haft áhrif og verður til þess að þú lokar kannski hjartanu meira en að þú opnir það af einskærri hræðslu við að mistakast að aðlagast öðrum aðila.

Svo eru það vinirnir. Þeir hafa oft meiri áhrif hreinlega heldur en fyrrum og núverandi fjölskyldur og makar. Vinahóparnir eiga það nefnilega til að skilja útundan því að þeir kunnu kannski bara svo vel við fyrrum makann eða þig þegar þú varst einhleyp/ur þannig að þeir hleypa nýja makanum ekki inn á sitt yfirráðasvæði og það særir djúpt þegar svo er. Og það er bara svolítið ljótt að gera svona krakkar.

Við viljum öll að val okkar á ástarviðhengjunum sé samþykkt og við viljum hafa leyfi til að skapa okkur hamingju á okkar hátt, svo tökum öllum bara opnum örmum á meðan þetta eru ekki stórglæpamenn og morðingjar.

Í dag er það talið sjálfsagt að vera í fjarbúð og hittast um helgar og á tyllidögum, ferðast og eiga sameiginleg áhugamál. Ég get vel skilið að það geti hentað í einhvern tíma til að hægt sé að forðast ágreininginn og hræðsluna sem ég talaði um hér að framan. Þegar til lengdar lætur tel ég þó að það sem við þörfunumst mest sé einmitt að vera í nándinni og samskiptunum sem gefa þessa einstöku tengingu sem gott samband ásamt friði og góðs heimilis geta gefið.

Svo verum ekki hrædd við ástina elsku bestu og opnum hjarta okkar fyrir henni og komum okkur úr varnargírnum - það er ekkert víst að þetta klikki hjá okkur.

En að fara einn í gegnum lífið án þess að hafa vitni að því skapar mörgum einstaklingnum einmannakennd og tilgangsleysi. 

Svo farðu af stað með opið hjarta og slökktu á flight and fight viðbrögðunum þínum, gefðu þér séns á því að hitta manneskju og kynnast henni á rólegan hátt og sjáðu hvort að hjarta þitt opnast ekki smátt og smátt, og hver veit - kannski fyllist það af ást og vellíðan eftir því sem þú opnar það meir og meir. Farðu af stað!

mbl.is