Þetta er pítsan sem þú verður að prófa

Matreitt með Mörtu Maríu | 23. september 2021

Þetta er pítsan sem þú verður að prófa

Í hinum fullkomna heimi myndi hvert heimili nota allan þann mat sem keyptur er inn og matarsóun væri sama sem engin. Í tilefni af Heilsudögum Nettó útbjó ég heilsusamlega hollustupítsu þar sem engin matarsóun á sér stað því sósan úr rétti gærdagsins er notuð sem pítsusósa. 

Þetta er pítsan sem þú verður að prófa

Matreitt með Mörtu Maríu | 23. september 2021

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í hinum full­komna heimi myndi hvert heim­ili nota all­an þann mat sem keypt­ur er inn og mat­ar­sóun væri sama sem eng­in. Í til­efni af Heilsu­dög­um Nettó út­bjó ég heilsu­sam­lega holl­ustupítsu þar sem eng­in mat­ar­sóun á sér stað því sós­an úr rétti gær­dags­ins er notuð sem pítsusósa. 

    Í hinum full­komna heimi myndi hvert heim­ili nota all­an þann mat sem keypt­ur er inn og mat­ar­sóun væri sama sem eng­in. Í til­efni af Heilsu­dög­um Nettó út­bjó ég heilsu­sam­lega holl­ustupítsu þar sem eng­in mat­ar­sóun á sér stað því sós­an úr rétti gær­dags­ins er notuð sem pítsusósa. 

    Vin­kona mín kenndi mér að út­búa þessa hveitikím­köku sem er í hlut­verki pítsa­botns. Þessi hveitikímkaka er reynd­ar mjög góð með smjöri og osti eða humm­us en hún verður ennþá betri þegar hún er kom­in í fé­lags­skap eggald­in-sósu, feta­osts og súr­káls svo eitt­hvað sé nefnt. 

    Pítsa­botn

    60 hveítikím

    3/​4 dl vatn

    Salt eft­ir smekk

    Hveitikímið og vatnið er hrært sam­an og sett á bök­un­ar­plötu, saltað og bakað í 20 mín­út­ur. 

    Þegar botn­inn er til­bú­inn er eggald­in-sós­an sett ofan á. Hún get­ur bæði verið heit eða köld, fer eft­ir smekk. 

    Svo raðar þú þínu upp­á­halds­græn­meti ofan á pítsuna. Á þessa pítsu er líf­rænt kál frá Vaxa, líf­ræn­ar paprik­ur frá Ängla­mark, kirsu­berjatóm­at­ar og ís­lensk­ur hreinn feta­ost­ur. Það er sniðugt að stappa hann aðeins í lít­illi skál og setja líf­ræna ólífu­olíu yfir og salta hann áður hann fer á pítsuna. 

    Að lok­um er ein mat­skeið af súr­káli sett yfir. Bæði til að auka holl­ust­una en líka til að fá fal­lega litap­all­ettu á disk­inn. Það skipt­ir svo miklu máli að borða fal­leg­an mat! 

    mbl.is