Brauðterta Lilju Rafneyjar vekur aðdáun

Uppskriftir | 24. september 2021

Brauðterta Lilju Rafneyjar vekur aðdáun

Alhörðustu brauðtertusérfræðingar landsins standa nú á öndinni yfir afar framsækinni brauðtertu í boði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur en þar notar hún skonsur í staðinn fyrir hefðbundið franskbrauð. Um er að ræða skemmtilega útfærslu sem nauðsynlegt er að prófa – en hluti ferlisins er að baka skonsurnar.

Brauðterta Lilju Rafneyjar vekur aðdáun

Uppskriftir | 24. september 2021

Ljósmynd/Harpa Kristbergsdóttir

Alhörðustu brauðtertusérfræðingar landsins standa nú á öndinni yfir afar framsækinni brauðtertu í boði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur en þar notar hún skonsur í staðinn fyrir hefðbundið franskbrauð. Um er að ræða skemmtilega útfærslu sem nauðsynlegt er að prófa – en hluti ferlisins er að baka skonsurnar.

Alhörðustu brauðtertusérfræðingar landsins standa nú á öndinni yfir afar framsækinni brauðtertu í boði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur en þar notar hún skonsur í staðinn fyrir hefðbundið franskbrauð. Um er að ræða skemmtilega útfærslu sem nauðsynlegt er að prófa – en hluti ferlisins er að baka skonsurnar.

Uppskriftir flokkanna eru hluti af Kjóstu rétt hjá Heimkaup sem er með því skemmtilegra sem sést hefur lengi.

„Litrík brauðterta þar sem rauði liturinn slær tóninn og sá græni setur sterkan svip á heildarlúkkið. Það rúmast allir innan Vinstri-grænna eins og þessi marglaga terta endurspeglar.“

Skonsubrauðtertan

Hráefni

  • Veljið íslenst sem fyrsta kost 💚

Skonsur

  • 3 egg
  • 1/3 bolli sykur
  • 3 bollar hveiti
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • mjólk eftir þörfum

Rækjusalat 

  • majónes
  • rækjur
  • soðin egg
  • smá sítrónusafi
  • krydd, t.d. dill

Skraut

  • majónes
  • soðin egg
  • gúrka
  • rækjur, vel af þeim
  • tómatar
  • vínber
  • sítrónur
  • saxaðar paprikur gera svo gæfumuninn
  • toppið kökuna með umhverfisvænni réttlætiskennd og slatta af steinselju

Aðferð

Skonsur

  1. Brjótið eggin og skiljið að hvítur og rauður, þeytið eggjahvíturnar vel.
  2. Þeytið eggjarauður, sykur, salt og 2 dl mjólk.
  3. Hrærið hveiti og lyftidufti saman við. Bætið við mjólk eftir þörfum.
  4. Setjið þeyttar eggjahvítur út í deigið og hrærið varlega saman.
  5. Bakið á pönnu fjórar stórar skonsur.
  6. Leyfið skonsunum að kólna áður en skonsutertan er sett saman.

Rækjusalat

  1. Þetta er afar einfalt, sjóðið eggin og skerið niður og blandið þeim ásamt rækjum við majónesið. Kryddið eftir smekk. Það er ágætt að kreista smá sítrónusafa út í majónesið. 

Kakan sett saman og skreytt

  1. Setjið skonsu á disk.
  2. Því næst kemur þunnt lag af salatinu, þá skonsa og svo koll af kolli þar til fjórða skonsan er komin á sinn stað. 
  3. Nú byrjar fjörið: skreytið kökuna af hjartans lyst. Þetta stenst enginn.

Njótið vel. 

Uppskrift frá Lilju Rafneyju

Lilja Rafney Magnúsdóttur
Lilja Rafney Magnúsdóttur Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is