„Þetta er bara mjög jákvætt og ryður einni hindruninni enn úr vegi,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, innt viðbragða við því að Ísland hafi verið tekið af rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna í dag.
„Þetta er bara mjög jákvætt og ryður einni hindruninni enn úr vegi,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, innt viðbragða við því að Ísland hafi verið tekið af rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna í dag.
„Þetta er bara mjög jákvætt og ryður einni hindruninni enn úr vegi,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, innt viðbragða við því að Ísland hafi verið tekið af rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna í dag.
Á vefsíðu stofnunarinnar má sjá að Ísland er nú í þriðja og næsthæsta áhættuþætti, sem er appelsínugulur.
Bjarnheiður segir nýja áhættumatið koma til með að auka eftirspurn frá Bandaríkjunum sem hefur dregist saman um 20-30% frá því Ísland var sett á rauða lista stofnunarinnar 9. ágúst síðastliðinn.
„Þetta eru bara frábærar fréttir, sérstaklega í ljósi þess hve mikilvægur þessi markhópur er okkur akkúrat núna. Um helmingur þeirra ferðamanna sem koma til landsins þessa dagana er frá Bandaríkjunum þannig þessi breyting skiptir okkur verulega miklu máli.“
Breytingin komi vonandi til með að skila fleiri ferðamönnum til landsins í vetur en voðir stóðu til um, að sögn hennar.
„Yfirleitt er miklu minna að gera á veturna en í ofanálag var fyrirséð að Asíumarkaðurinn dytti alveg út. Því var útlit fyrir að komandi vetur yrði harður og langur. Upp á það að gera eru þetta mjög jákvæðar fréttir.“
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir með Bjarnheiði og segir nýja áhættumatið mjög jákvætt. Það gefi þó aðeins tilefni til hóflegrar bjartsýni fyrir komandi misserum.
„Það sem þetta gerir í það minnsta er að þetta hættir að trufla. Við höfum fundið fyrir truflunum síðan Ísland var sett á fjórða og hæsta stig áhættumats stofnunarinnar. Til að mynda hefur það haft áhrif á hópaferðir og hvataferðir fyrirtækja. Þannig að það verður mjög gott að losna við þessa aukatruflun.
Við gerum samt ekki ráð fyrir því að fjöldi ferðamanna fari að aukast gríðarlega inn í veturinn. Þvert á móti dregst hann yfirleitt saman undir lok sumars þegar bandarísku flugfélögin hætta flugi hingað.“
Spurður segist hann þó vongóður um að árferði verði með betra móti næsta vor og sumar þótt brugðið geti til beggja vona hvað það varðar eins og síðasta sumar hefur sýnt.
„Að því gefnu að betri tök náist á faraldrinum með tímanum, má gera ráð fyrir því að ferðafólki í heiminum fari fjölgandi að nýju frá og með næsta vori. Þannig að við erum bara spennt fyrir því að ná góðu ferðamannasumri næsta sumar.“