Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst Haraldsson, fyrrverandi kærasti Carmenar Jóhannsdóttur, bar vitni fyrir héraðsdómi í morgun í máli hennar gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst Haraldsson, fyrrverandi kærasti Carmenar Jóhannsdóttur, bar vitni fyrir héraðsdómi í morgun í máli hennar gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst Haraldsson, fyrrverandi kærasti Carmenar Jóhannsdóttur, bar vitni fyrir héraðsdómi í morgun í máli hennar gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Daníel Ágúst, sagðist í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams, hafa fengið símtal frá Carmen 16. júní 2018. „Hún var í mjög miklu áfalli eftir atvik sem átti sér stað heima hjá Jóni Baldvini og Bryndísi. Hún var í miklu tilfinningalegu uppnámi og sagði að Jón Baldvin hefði káfað á bakhluta hennar óumbeðið og í hennar óþökk,“ greindi Daníel Ágúst frá.
Hann sagði þau Carmen ekki hafa verið í sambandi á þessum tíma og að hann tengdist ákærða, Jóni Baldvini, ekki neitt.
Einnig var rætt við Sturlu Má Finnbogason, vin Carmenar, sem hún gisti hjá úti á Spáni eftir atvikið. „Ég fékk símtal frá Carmen þegar hún var inni á klósetti í áfalli og segir mér hvað hafði gerst. Svo koma þær til mín tveimur eða þremur tímum seinna og fá að gista hjá mér,“ sagði hann í héraðsdómi og átti þar við Carmen, systur hennar og móður hennar Laufeyju.
Spurður hvers vegna hann hafi fengið símtalið frá Carmen sagði hann að hún hafi verið í sjokki yfir því sem gerðist heima hjá Jóni Baldvini og Bryndísi, að hann hafði strokið á henni rassinn. „Hún var grátandi, hún vissi ekki hvernig hún átti að haga sér,“ lýsti hann.