Drógu einstakling með lömun úr bíl sínum á hárinu

Barist gegn kynþáttafordómum | 11. október 2021

Drógu einstakling með lömun úr bíl sínum á hárinu

Lögregluyfirvöld í Ohio rannsaka nú myndband sem sýnir lögreglumenn þaðan draga þeldökkan mann út úr bíl sínum á meðan hann öskrar í sífellu að hann sé lamaður.

Drógu einstakling með lömun úr bíl sínum á hárinu

Barist gegn kynþáttafordómum | 11. október 2021

Lögregluyfirvöld í Ohio rannsaka nú myndband sem sýnir lögreglumenn þaðan …
Lögregluyfirvöld í Ohio rannsaka nú myndband sem sýnir lögreglumenn þaðan draga þeldökkan mann út úr bíl sínum á meðan hann öskrar í sífellu að hann sé lamaður. Ljósmynd/Lögreglan í Dayton, Ohio

Lögregluyfirvöld í Ohio rannsaka nú myndband sem sýnir lögreglumenn þaðan draga þeldökkan mann út úr bíl sínum á meðan hann öskrar í sífellu að hann sé lamaður.

Lögregluyfirvöld í Ohio rannsaka nú myndband sem sýnir lögreglumenn þaðan draga þeldökkan mann út úr bíl sínum á meðan hann öskrar í sífellu að hann sé lamaður.

BBC greinir frá.

Í myndbandinu sést hvernig lögreglumenn stöðva för Cliffords Owensby, íbúa í Dayton-borg í Ohio, og biðja hann að stíga út úr bíl sínum vegna þess að þeir ætla að leita að eiturlyfjum, sem þeir grunuðu að hann hefði í fórum sínum.

Owensby var stöðvaður vegna þess að hann keyrði frá húsi, þar lögregla grunar að eiturlyfjaviðskipti eigi sér stað. Lögregla fann 22.450 dollara (2,9 milljónir króna) í reiðufé í bíl Owensby, en hann hefur ekki verið ákærður fyrir neinn glæp að svo stöddu.

Owensby neitaði upphaflega að stíga út úr bíl sínum og kvaðst lamaður fyrir neðan mitti. Þá sögðust lögreglumennirnir krefjast þess að hann stigi út úr bílnum, ellegar yrðu þeir að beita valdi. Þegar Owensby neitaði aftur opnuðu lögreglumennirnir hurðina á bílnum og drógu Owensby út á hárinu.

Að draga manninn út úr bílnum, einstakling með lömun, er algjörlega óásættanleg, ómannúðleg og dregur upp dökka mynd af okkar ágætu borg, segir Derrick Foward hjá mannréttindasamtökum þeldökkra í Bandaríkjunum (NAACP).

mbl.is