Smartland Mörtu Maríu og Nettó stóðu fyrir heilsuuppskriftarsamkeppni í tilefni af Heilsudögum sem haldnir voru á dögunum. Fjöldinn allur af uppskriftum barst í keppnina og voru þær hver annarri girnilegri. Það er augljóst að fólkið í landinu dýrkar góðan heilsumat.
Smartland Mörtu Maríu og Nettó stóðu fyrir heilsuuppskriftarsamkeppni í tilefni af Heilsudögum sem haldnir voru á dögunum. Fjöldinn allur af uppskriftum barst í keppnina og voru þær hver annarri girnilegri. Það er augljóst að fólkið í landinu dýrkar góðan heilsumat.
Smartland Mörtu Maríu og Nettó stóðu fyrir heilsuuppskriftarsamkeppni í tilefni af Heilsudögum sem haldnir voru á dögunum. Fjöldinn allur af uppskriftum barst í keppnina og voru þær hver annarri girnilegri. Það er augljóst að fólkið í landinu dýrkar góðan heilsumat.
Margrét Elín sigraði í keppninni og fékk 50.000 króna inneign í Samkaup/Nettó í verðlaun. Uppskriftin sem Margrét Elín sendi inn kallar hún Rokkandi rækjur!
Rokkandi rækjur fyrir einn
Um það bil 150 g frosin blómkálsgrjón
Um það bil 120-150 g risarækjur
50 g edamame-baunir
2 kúfaðar tsk. af rauðu pestói
Klípa af smjöri
Hvítlaukssalt
Aðferð
Byrja á að affrysta rækjurnar.
Setja blómkálsgrjónin á heita pönnu með smá af bragðlausri olíu og steikja í 2-3 mínútur. Bæta edamame-baununum út í ásamt rækjunum, pestóinu og klípu af smjöri. Hræra allt vel saman krydda með hvítlaukssalti og steikja þar til rækjur verða bleikar.
Voila komið!
Það er einnig mjög ljúffengt að setja smá slettu af rjóma út í undir lokin, þá kemur nettur risotto-fílingur af réttinum. Eða kreista smá sítrónu yfir. Hvorugt nauðsynlegt en gefur skemmtilegt twist.
Í öðru sæti varð Anna Margrét Björnsson og fékk hún 30.000 króna inneign í Samkaup/Nettó. Hún sendi inn uppskrift af kóresku Bipimbap sem er fallegur réttur í skál.
Innihald
Egg
gulrætur skornar í strimla
sveppir skornir í strimla
bok choi eða brokkolini
brún hrísgrjón eða núðlur
Aðferð
Steikið grænmetið í smá sojasósu og sesamolíu. Raðið grænmetinu og núðlum í sitt á hvað í hring í skálina.
Steikið egg og setjið i miðjuna (einnig má bæta við nautastrimlum, tofu eða kjúklingi). Berið fram með gochujang-sósu eða sirarcha-sósu og smá niðursneiddum vorlauk.
Í þriðja sæti hafnaði Arndís sem sendi inn uppskrift af girnilegum bananapönnukökum!
Uppskrift
2 dl haframjöl
1 dl haframjólk/möndlumjólk
2 mjög vel þroskaðir bananar
2-3 egg
1/2-1 msk. kókosolía
3/4 -1 tsk. sjávarsalt
1-2 tsk kanill (dregur fram sætuna í banönunum)
1/2 tsk. vanilludropar
Aðferð
Kókosolían brædd á pönnu. Á meðan hún bráðnar er öllum hráefnum nema kókosolíunni og saltinu (ef notað) skellt í blandara og blandað vel saman. Ef saltið er notað er heitri kókosolíunni helt ofan á saltið til að bræða það í blandaranum og öllu síðan blandað saman. Steikt á meðalhita í lummustærð á góðri pönnu líkt og venjulegar pönnukökur.
Gott að bera fram með hunangi og til dæmis döðlusírópi, bláberjum, jarðarberjum og/eða ýmiskonar hnetukurli.