„Kannast þú við að hugsa um fortíðina og hafa áhyggjur af framtíðinni? Festast í gömlum minningum eða ókomnum atburðum sem verða líklega aldrei að veruleika. Reynt að reikna út framtíðar atburðarás, með misgáfulegum breytum um hvernig hitt eða þetta muni fara. Til þess eins að komast að því að þú býrð ekki yfir hæfileikanum til að skyggnast inn í framtíðina. Hvað þá breyta fortíðinni,“ segir Sara Oddsdóttir lögfræðingur og markþjálfi í sínum nýjasta pistli:
„Kannast þú við að hugsa um fortíðina og hafa áhyggjur af framtíðinni? Festast í gömlum minningum eða ókomnum atburðum sem verða líklega aldrei að veruleika. Reynt að reikna út framtíðar atburðarás, með misgáfulegum breytum um hvernig hitt eða þetta muni fara. Til þess eins að komast að því að þú býrð ekki yfir hæfileikanum til að skyggnast inn í framtíðina. Hvað þá breyta fortíðinni,“ segir Sara Oddsdóttir lögfræðingur og markþjálfi í sínum nýjasta pistli:
„Kannast þú við að hugsa um fortíðina og hafa áhyggjur af framtíðinni? Festast í gömlum minningum eða ókomnum atburðum sem verða líklega aldrei að veruleika. Reynt að reikna út framtíðar atburðarás, með misgáfulegum breytum um hvernig hitt eða þetta muni fara. Til þess eins að komast að því að þú býrð ekki yfir hæfileikanum til að skyggnast inn í framtíðina. Hvað þá breyta fortíðinni,“ segir Sara Oddsdóttir lögfræðingur og markþjálfi í sínum nýjasta pistli:
Hefur þú spilað gamalt samtal aftur og aftur í hausnum á þér? Endurskoðað einhverja atburðarás, hann sagði, hún sagði, ég sagði og farið vandlega yfir hlutverk þitt í löngu liðnu leikriti. Hugsað með þér, hvað átti ég að segja? Hvernig öðruvísi átti ég að bregðast við? Ég meina, svona gerir maður ekki. Og hugsanlega liðið aðeins betur rétt á meðan þú réttlætir viðbrögð þín. En þegar þú hættir að spila þessa rispuðu plötu og kemur í núið, þá breytti þessi gjörningur þinn engu. Það er eins og hugur þinn taki yfir. Búið að setja spóluna í tækið, ýta á play og enginn stopp takki eða allavega mjög erfitt að finna hann. Alger ótemja þessi haus okkar.
Hvert augnablik, hver andardráttur gefur þér tækifæri til að velja upp á nýtt. Velja fyrir framtíðar þig. Þegar þú festist í gömlu augnabliki sem þú spilar aftur og aftur, þá ferðu á mis við þetta augnablik. Þetta núna. Missir af því sem er að gerast akkúrat núna og um leið tækifærinu til að skapa nýja upplifun, sem er ekki bundin við fortíðina. Sjáðu til lífið er nefnilega í línulegri dagskrá.
Í raun er heilinn á okkur eins og tölvu prógramm eða forrit með gervigreind.
Ekki bara að tækifærið til að hámarka þetta augnablik sigli framhjá þér. Heldur, með því að spila gamalt efni aftur og aftur í hausnum á þér, styrkir þú taugabrautirnar í heilanum á þér sem viðhalda þessari endurspilun. Þetta kallast sveigjanleiki heilans (e. neuroplasticity), sem er leiðarkerfi okkar til að hugsa, framkvæma og finna tilfinningar. Í raun er heilinn á okkur eins og tölvu prógram eða forrit með gervigreind. Við gefum skipanir eða setjum upplýsingar í forritið, það er heilann, og um leið styrkjum við þá boðleið sem við veljum. Nákvæmlega eins og allt annað sem við æfum, hvort sem það er að hjóla, vera í nánd, elda mat, segja hvernig okkur líður, hlaupa, vera þolinmóð, spila á gítar eða hvað sem er. Við erum í raun alltaf, þá meina ég alltaf, að forrita þetta kerfi okkar, hvort sem það er með hugsun, hegðun eða tilfinningu.
Auðvitað fáum við ólíkt prógram frá uppeldi okkar. Og þegar við leggjum af stað út í lífið, þokkalega stálpuð, er búið að forrita okkur að einhverju marki. Ég kalla þetta harða diskinn okkar. Harði diskurinn tekur mið af öllum samskiptum, aðstæðum, atburðum og því umhverfi sem við höfum komist í snertingu við. Sérstaklega þegar við vorum börn. Hins vegar þurfum við ekki, frekar en við viljum, að láta harða diskinn stýra okkur út lífið. Við höfum val. Ég er að segja þér það. Val um að velja ný viðbrögð, tilfinningu eða hegðun, þvert á gamla prógrammið. Við getum forritað okkur upp á nýtt.
Hefur þú velt fyrir þér af hverju sumir einstaklingar eru alveg óþolandi þolinmóðir eða búa yfir mikilli þrautseigju? Þessir einstaklingar fengu að öllum líkindum mikla þolinmæði í sínu uppeldi eða kennd þrautseigja, eða eru búnir að æfa sig mjög mikið. Þetta er nefnilega hægt að þjálfa. Ég finn til dæmis hjartsláttinn minn rjúka upp við tilhugsunina um að vinna á leikskóla. Og þakka almættinu reglulega fyrir grunnskólakennara og aðra sem hafa þolinmæði til að kenna börnum. Og almáttugur, ætla ekki einu sinni að ræða endurskoðendur, hallelúja. Ég fékk sem sagt ekki mikla þolinmæði í mínu uppeldi.
Því oftar sem við veljum ný viðbrögð, því betri verðum í þeim. Einfalt ekki rétt? Á nákvæmlega sama hátt og við æfum að spila á píanó, er hægt að þjálfa þolinmæði, þrautseigju, hugrekki, auðmýkt og að vera í núinu. Ég veit að þetta kann að hljóma erfitt, en trúðu mér þetta er hægt. Ég hef séð stórkostlegar breytingar hjá einstaklingum sem hafa skilað gömlum hegðunarmynstrum sem þjóna þeim ekki lengur. Og þannig komið sjálfum sér á óvart.
Fyrsta skrefið er að viðurkenna að ótemjan í hausnum á þér er stjórnlaus. Næsta skref er að taka ákvörðun um að temja hana. Viljinn til að breyta er nauðsynlegur en ekki mikilvægari en hugrekkið sem þarf til að þora að sleppa tökum á því sem þjónar þér ekki. Þetta reynist flestum erfiðast. Þetta skref, að sleppa tökum er lang mikilvægasta og stærsta skrefið.
Lífið er flæði sem býður upp á mörg ólík augnablik og tímabil. Við erum í ólíkum fasa eftir því hvar við erum stödd í lífinu okkar. Það eru meiri líkur á að þú eyðir föstudagskvöldi heima að para saman sokka ef þú átt þrjú lítil börn. Alveg eins og það eru meiri líkur á að þú verjir laugardagskvöldi í sveitt kynlíf ef þú ert barnlaus.
Allar mínútur dagsins geta verið stórkostleg upplifun. Það er ekki þar með sagt að það sé alltaf eitthvað rosalegt í gangi, bara alls ekki. Hvort sem þú ert að drösla börnum heim af leikskóla, para saman sokka, í vinnunni, elda mat, á leiðinni á fyrsta date eða stunda sveitt kynlíf. Þá skiptir máli að vera í því augnarbliki. Allt ofangreint er partur af okkar tilveru. Allt augnablik sem eiga sinn tilverurétt, stað og stund, og fögur á sinn hátt. Og um leið gefa þau þér tækifæri til að skoða þinn veruleika. Sjá fegurðina í lífinu og finna hvernig það er að vera til. Lífið býður upp á geggjaðan kokteil af allskonar upplifunum. Ef það væri ekki fyrir þessi ólíku augnarblik þá væri lífið flatt og leiðilegt. Hver myndi vilja lifa bara eitt ofangreint atvik og endurtaka það alla daga? Alla ævi? Ekki ég.
Lífið þitt er núna. Þetta augnablik um leið og þú dregur þennan andardrátt. Ekki áðan, ekki í gær og ekki í fyrra. Ekki á morgun eða hinn, hvað þá á næsta ári. Ekki þegar þú kaupir stærri íbúð, nýjan bíl, byrjar í hinni vinnunni eða á Tene. BARA NÚNA
Það skiptir engu máli hver sagði hvað, hvernig þú sást þetta fyrir þér eða hvað þú hefðir viljað gera eða ekki gera öðruvísi. Það skiptir bara engu fokking máli. Bara núll. Því eina sem þú átt öruggt er þetta augnablik. Þetta núna.
Ertu til í að sleppa tökum á löngu liðnu augnabliki og kveðja framtíðar áhyggjur? Eða langar þig kannski frekar að dvelja aðeins lengur í gærdeginum eða í ókomnu andartaki?
Það er stóra spurningin.